Skagfirðingabók - 01.01.1985, Side 186
SKAGFIRÐINGABÓK
samlag tók til starfa á Blönduósi, sá ég um sambærilegt eftirlit
með fjósum og var settur dýralæknir í Austur-Húnavatnssýslu
1950—1953. Flóvent heitinn Albertsson bifreiðastjóri ók með
mig um sýsluna, og var mér alls staðar vel tekið; var þó varaður
við fimm bændum, en þeir tóku mér allir ágætlega.
(Hér má skjóta inn í frásögn Guðmundar þekktri sögu. Einu
sinni gegndi hann í forföllum héraði ónefnds dýralæknis og var
sóttur til veikrar kýr. Guðmundur skoðaði kúna vandlega og
tuldraði við sjálfan sig á meðan, en sagði svo að athugun
lokinni: „Eg gef litla fimm aura fyrir hana þessa. Bara að stytta
hana.“ „Hvað er nú það?“ spurði bóndi. „Hnappinn af, hnapp-
inn af,“ svaraði Guðmundur. Og enn hváði bóndi. „Blý, bara
blý, á pípurnar með hana,“ hélt Guðmundur áfram. Ekki bætti
þetta úr skák, en lokaúrskurðinn skildi bóndi: „Kýrin regúlerar
ekki rétt, bara taka dýrið og drepa það.“)
Ég var oft kallaður út, eins og nærri má geta, því Skagafjörð-
ur er stórt hérað, auk þess sem ég var settur í Eyjafirði 1939—41
að beiðni yfirdýralæknis og aftur 1951—52 í veikindaforföllum
Guðbrands Hlíðar, og áður hef ég getið starfa minna í Húna-
þingi. Mest af þessu starfi var innt af hendi um síma, enda
samgöngur ógreiðar. Eg gaf út lyfseðla, veitti bændum leiðbein-
ingar eftir mætti o. s. frv. En hér heima fór ég víða. Mest var ég
kallaður út til fæðingarhjálpar, stundum að setja inn leg, fást við
doða, skera upp spena, gefa lyf o. s. frv. Auk þess lágu alls
konar kvillar í landi, mæðiveikt fé var skorið niður, en ég
reyndi að lækna ormaveikt fé og sprautaði það í barkann og
gafst sæmilega.
Þegar ég kom norður voru geldingar afar sóðalegar, og
margir voru þeir slæmir, sem tóku að sér að gelda, hálfgeltu og
strengur var í skepnunni. Til marks um það má nefna, að fyrsta
vorið mitt skar ég upp 29 hesta við streng. Eg aflaði Birni
Skúlasyni leyfis til geldinga, enda var hann einstaklega laginn og
nærfærinn við skepnurnar.
Árið 1958 tók Guðbrandur Hlíðar við dýralæknisembætti í
184