Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 9
GUNNAR EINARSSON Á BERGSKÁLA
eftir FREYSTEIN A. JÓNSSON frá Mallandi
I
Gunnar Einarsson var fæddur að Varmalandi í Sæmundar-
hlíð 18. október 1901, sonur hjónanna Rósu Maríu Gísla-
dóttur og Einars Jónssonar. Einar var fæddur að Varma-
landi 1862, reisti þar bú árið 1904 og bjó þar til æviloka, dó
1922; „eljumaður og sístarfandi“ segir í æviskrá. Systkini
Gunnars voru Jakob bóndi á Dúki, Sólveig, kona Árna
Árnasonar á Stóra-Vatnsskarði, og Sveinfríður. Hún hvarf
frá Sauðárkróki árið 1930, og hefur aldrei til hennar spurzt.
Gunnar ólst upp á Varmalandi við venjuleg störf til
sveita, en 1917 hleypti hann heimdraganum; fór þá í Hvítár-
bakkaskóla til náms og var þar tvo vetur. Að námi loknu
gerðist hann barnakennari í Staðarhreppi í fjóra vetur, 1920-
24. Rúmlega tvítugur kvæntist hann Hildi Jóhannesdóttur
ljósmóður, 18. maí 1922. Skömmu síðar fluttust þau til
Sauðárkróks og bjuggu þar. Þau eignuðust þrjú börn:
Einrós Fjóla, f. 9. júlí 1923.
Jóhann Þór, f. 21. ágúst 1924.
Álfdís Ragna, f. 10. ágúst 1926.
Þau Hildur slitu samvistum árið 1931. Einrós Fjóla og Jó-
hann Þór eru bæði látin, en Álfdís Ragna býr í Reykjavík.
Innan við fermingu var Gunnar farinn að fara með byssu,
og hefur hann sennilega orðið fyrir áhrifum frá hálfbróður
sínum, sammæðra, Jóni Gíslasyni, sem var töluvert eldri en
7