Skagfirðingabók - 01.01.1989, Side 18
SKAGFIRÐINGABÓK
- þessa iðandi kös, sem er að brjála mannkynið, - haldi til
heiðar og finni þar frið.“
Veiðisögur eru margar til af Gunnari. Hér fara tvær,
skráðar af blaðamanni haustið 1957:
Af flestum grenjum, sem ég hef unnið, hef ég lært eitt-
hvað nýtt. Það eru margar aðferðir við að vinna dýrin,
og þau eru misjöfn viðureignar. Stundum gengur mað-
ur þau uppi í auðu, og þá koma sjónin og kíkirinn til.
Stundum liggur maður fyrir þeim í skothúsi með agn.
Svo þarf stundum að leika á dýrin, og þau geta verið
ótrúlega slungin. Eg hef að vísu oft leikið á þau, en
þau hafa líka oft leikið á mig. Ég get sagt ... frá
tveimur grenjum, sem ég vann einu sinni í sömu ferð-
inni. Þau eru jafnframt gott dæmi um hve misjafnt get-
ur verið að eiga við þetta.
Asgeir á Fossi hafði fundið greni í svokölluðum
Hraunhólum vestan í Bjarnarfelli. Við héldum þangað
saman í blíðskaparveðri. Þarna var ljómandi gott að
liggja, fagurt til fjalla, logn og blíða. Skammt frá okkur
var steindepilshreiður. Það var unaðslegt að horfa á
foreldrana mata ungana sína, óhrædda við þessa ný-
stárlegu gesti, mannverurnar. Álftirnar syntu á heiða-
vötnum, og kvaki þeirra blönduðust raddir himbrima
og lóma. Já, það halda allir, að refaskyttan sé full af
morðhug og sjái ekki fegurðina í kringum sig og
skynji ekki töfra náttúrunnar. En það er ekki svo.
Auðvitað verðum við að gera fleira en hlusta á vor-
kliðinn. Við erum líka komnir til annars.
Klukkan 11 um kvöldið sé ég, hvar dýr kemur með
aðburð í kjafti. Var það blár refur, ungt dýr og var að
færa ungum sínum rjúpu. Ég skaut hann án mikillar
fyrirhafnar á melbarði skammt frá greninu. Undir
kvöldið kom læðan og átti sér einskis ills von. Hún
16