Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 20
SKAGFIRÐINGABÓK
bar ekkert handa ungum sínum nema full júfur af
mjólk. Hún fór sömu leiðina og bóndi hennar. Þetta
voru ung dýr. Hjá þeim var engri slægð að mæta. Þau
fundu engan þef af okkur, voru grandalaus, höfðu
aldrei lent í tæri við ofjarl sinn. Þetta var dæmi um
greni sem auðvelt var að vinna.
A heimleiðinni gengum við hjá gömlu greni, sem
ekki hafð verið leitað á þessu vori. Hér var heldur
öðruvísi um að litast en á hinu greninu, allt löðrandi í
lambspörtum og alls konar æti. Eg sá, að hér hafðist
skæður bítur við. Oftast verður tófan dýrbítur vegna
þess að hún mætir hörðu í lífinu.
Eg lagðist skammt frá einum munnanum og tók að
athuga grenið. Skyndilega kemur stálpaður ungi út og
sér mig þegar. Nú er um að gera að bæra ekki á sér,
helzt að depla ekki augunum, því styggist unginn rek-
ur hann upp viðvörunaröskur, og þá koma dýrin ekki
að greninu. Eg horfði á ungann nokkra hríð, hreyfing-
arlaus. Hann teygði sig út úr munnanum, velti vöng-
um nokkra hríð, horfðist í augu við mig, en lét sig svo
síga hljóðlaust inn í grenið aftur. Það var ekki um að
villast, hér var búskapur í fullum gangi. Eg ákvað að
setjast hér að. Við Ásgeir vorum orðnir matarlausir,
og varð því að ráði, að hann héldi heim á leið til þess
að sækja matföng. Mér þótti heldur ekkert að þessu.
Eg vil gjarna vera einn fyrstu nóttina á greninu. Eg get
þá ekki kennt öðrum um ef mistekst. Lognið og blíðan
hélzt fram eftir deginum og fram á kvöld, en þá skall
yfir sótsvört þoka. . . . Nóttin líður og þokan helzt.
Ásgeir kemur með kaffi og hressir mig.
Ég vil síður leggja hvolpaboga, því ég veit ekki hve-
nær vökul augu kunna að sjá til mín. Það líður önnur
nótt, og ekkert sést eða heyrist. En eftir hana kemur
norðvestan kæla, og þokunni léttir lítið eitt. Þá öskrar
18