Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 23
GUNNAR EINARSSON Á BERGSKÁLA
stöðvar. Þaðan var hringt út á Krók í Jónas lækni og hann
beðinn að koma. Hann brá skjótt við og fór frameftir,
hreinsaði sárin og skaffaði meðul. Mein Gunnars greru, og
varð hann jafngóður og fyrr.
Því má svo bæta við, að Jónas kvaddi Gunnar með þess-
um orðum, þegar hann fór út á Skaga eftir seinna slysið:
„Þetta var nú sínu verra en í fyrra skiptið. I þriðja skiptið
drepurðu þig.“ Jónas var góður læknir, en stundum dálítið
hrjúfur í orðum.
II
Árið 1935 trúlofaðist Gunnar Halldóru Reykdal Trausta-
dóttur frá Hrafnagili í Laxárdal ytri. Þremur árum síðar
reistu þau nýbýli í Borgarlækjarlandi, sem þau nefndu Berg-
skála. Þann bæ hefur Gunnar verið kenndur við síðan. Litl-
ar grasnytjar fylgdu þessu býli, og voru þau búlaus fyrst um
sinn. En seinna keyptu þau Borgarlæk og höfðu smábú eftir
það. Fullyrða má, að nú gengu í garð beztu ár Gunnars.
Hann hafði höndlað þá hamingju, sem fylgdi honum til
dauðadags, hafði sjó á aðra hönd, Heiðina á hina.
Gunnar keypti sér bát, eftir að þau Halldóra settust um
kyrrt á Bergskála, stundaði sjó á sumrum og haustum og var
oftast einn, en stundum við annan mann. Hann saltaði fisk-
inn og flutti síðan til Selvíkur, því að lendingarskilyrði voru
betri þar. Þaðan var fiskurinn fluttur til Sauðárkróks og
seldur.
Lítið var Gunnar gefinn fyrir skepnuhirðingu og vildi allt
annað gera. Hann var veiðimaður af guðs náð, eðlisgreindur
og víðlesinn náttúruunnandi. Heiðaróbyggðir og fjöll voru
veröld hans. Og þó að stundum væri kalt á grenjum á vorin,
bættu góðviðrisdagarnir það upp. Þá sá hann víða fegurð,
sem aðrir tóku ekki eftir, jafnvel þótt þeim væri bent á hana.
21