Skagfirðingabók - 01.01.1989, Síða 35
BISKUPSSKRÚÐI GUÐMUNDAR GÓÐA?
GULLSAUMAÐUR MESSUSKRÚÐI FRÁ
DÓMKIRKJUNNI Á HÓLUM í HJALTADAL::'
efúr ELSU E. GUÐJÓNSSON
Hér verður gerð grein fyrir næsta fágætum útsaums-
verkum, þremur samstæðum hlutum af biskupsskrúða frá
miðöldum, saumuðum með gulli, silfri og silki. Gripir þess-
ir eru stóla, handlín og hlað af höfuðlíni frá dómkirkjunni á
Hólum í Hjaltadal (1., 2. og 3. mynd).1 Munu þeir vera með
því elsta sem varðveist hefur af útsaumi hér á landi,2 hátt í
átta alda gamlir, og hafa verið til sýnis í Þjóðminjasafni Is-
lands í nær hálfan áttunda áratug.3 En þó svo að Hólaskrúð-
inn hafi verið mikils metinn og dáður jafnt af starfsfólki sem
gestum safnsins, og hans getið á prenti á undanförnum ára-
tugum, bæði á íslensku og erlendum málum,4 virðist hann
hafa verið að heita má ókunnur erlendum listfræðingum á
Grein þessi er að stofni til erindi skrifað á ensku, „Romanesque Gold Embroi-
dered Vestments from the Cathedral Church at Hólar, Iceland," sem höfundur
flutti á Tólfta þingi alþjóðasamtaka textílsagnfræðinga, CIETA, 1. október 1987
í Lyon, Frakklandi, og endursamdi á íslensku til flutnings á aðalfundi Hins ís-
lenzka fornleifafélags 7. desember 1988: „Biskupsskrúði Guðmundar góða?
Gullsaumaður messuskrúði frá dómkirkjunni á Hólum í Hjaltadal." Enska er-
indið hefur birst, aukið og endurbætt, í afmælisriti til Agnes Geijer níræðrar:
Opera Textilia Variora Temporum. To Honour Agnes Geijer on Her Ninetieth
Birthday 26th October 1988. The Museum of National Antiquities, Stockholm.
Studies 8 (Stockholm, 1988), bls. 49-66. - Höfundur þakkar Halldóri J. Jóns-
syni fyrir veitta aðstoð og margar góðar ábendingar við frágang íslenska hand-
ritsins.
3 Skagfirdingabók
33