Skagfirðingabók - 01.01.1989, Side 44
SKAGFIRÐINGABÓK
enn fremur taldar „tuennar stolur,“ en ekki er gripum þess-
um lýst að heldur.20 I síðasta hluta Sigurðarregisturs, reikn-
ingum Hólastóls frá 1569, er ekki minnst sérstaklega á neinn
skrúða af þessu tagi.21
Ekki hafa verið kannaðar til hlítar heimildir frá síðari öld-
um hvað messuskrúða þennan varðar, en eins og þegar hef-
ur komið fram, var höfuðlínshlaðið og handlínið sett á
Flugumýrarhökulinn einhvern tímann á árunum 1732 til
1781. Þá er einnig vitað að árið 1685 var í úttekt Hólastóls
talinn „baldýraður lindi gamall,“22 og er þar sennilega átt
við stóluna, sér í lagi þegar athuguð er heimild frá árunum
1720-1725, drög til lýsingar á Hólakirkju eftir Árna Magn-
ússon. Þar segir að kirkjunni fylgi „aflangur strimill, bor-
dyradur ad badum iódrum og skösidur badum meigenn þá
madr leggur hann um halsenn. neðan til i bada endana
breidkar hann nockud, og er þar á bordyrad: Sanctus Petrus
á annann endan, enn á annann Sanctus Paulus. vidi. Þeir
seigia þad sie lindi til ad stytta slopp med, og þad mun so
vera.“23 Hefur Árni samkvæmt þessu ekki gert sér grein fyr-
ir að hér var um stólu að ræða.
Vidgerd - forvarsla
Árið 1971 tókst Textíldeildin við Statens Historiska Mu-
seum í Stokkhólmi á hendur, að ósk Þjóðminjasafns Islands,
að lagfæra Hólaskrúðann, en Þjóðminjasafnið hafði þá ekki
á að skipa textílforverði til að annast slík verk, þótt síðar
hafi úr ræst. Var stólan send utan það ár og kom aftur til
Reykjavíkur 1975 stórlega betrumbætt og hafði þá áður ver-
ið á sýningu sem haldin var í Stokkhólmi í tilefni af þingi
norrænna forvarða.24 Viðgerð handlínsins lauk 1979 og
hlaðsins af höfuðlíninu 1982. Verkið vann Margit Wikland
forvörður undir yfirumsjón Anne Marie Franzén safnvarðar
og, eftir fráfall hennar 1975, undir umsjón eftirmanns henn-
42