Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 48
SKAGFIRÐINGABÓK
A handlínsborðanum eru tvö munstur, bæði skyld stólu-
munstrunum, en þó öllu stirðari eða formlegri (8. mynd c).
Eru þau sitt á hvorum endanum, annað heilt en hitt skert,
og aðgreind með hring sem umlykur jafnarma blaðakross.37
Hefur hringur þessi að líkindum verið á handlíninu miðju
og handlínið sjálft því um 127 cm að lengd upprunalega, eða
um 139 cm að meðtöldum skúfum.38 Þess má geta að tólf
handlín frá 12. og 13. öld sem höfundur veit um erlendis,
eru á bilinu frá 108 til 168 cm að lengd, þar af átta frá 128 til
168 cm.39
Að stofni til eru borðamunstrin tvö á handlíninu frá Hól-
um, líkt og stólumunstrin fjögur, gerð úr teinungum eða
böndum sem mynda oddlaga sporbauga. I óskerta munstr-
inu eru þó einnig hringar sem fléttast saman við sporbaug-
ana á mótum þeirra (9. mynd). I hverjum þessara hringa eru
fjögur þrískipt ávöl lauf, og jafnarma blaðakrossar, skásettir
en sömu gerðar og í miðhringnum, eru innan í sporbaugun-
um miðjum. A skerta endanum er speglað jurtaskreyti inn-
an í sporbaugunum sett þrískiptum ávölum laufum, og utan
með, á mótum sporbauganna eru einnig greinar með sams
konar laufum (2. mynd og 8. mynd c). Fremur hefur verið
sparaður gullsaumurinn á borðum stólunnar og handlínsins;
er útsaumurinn þar að mestu úr silki, en gullsaumurinn
hafður til að marka útlínur munstursins.
Á trapisulaga spöðum stólunnar og handlínsins, sem og á
höfuðlínsbúnaðinum, er gullsaumurinn hins vegar yfirgnæf-
andi. Eru þar stórir fletir fylltir út með gullsaumi, en silkið
fremur haft til áherslu. A stóluspöðunum eru myndir post-
ulanna Péturs og Páls - sverð Páls er þar saumað með silfur-
þræði - og greina áletranir nöfn þeirra:
SANCTVS/PAULVS
S A [N]C [T]V [S]P / [ETRVS]
46