Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 55
BISKUPSSKRÚÐI GUÐMUNDAR GÓÐA?
inn gull vegna þess hve skær hann var á að líta. í ljós kom
að málmræman var einsleit, þ.e. ekki húðuð, og að í henni
voru 84 hundraðshlutar gulls, 13 hundraðshlutar silfurs og
mögulega 1 hundraðshluti kopars.54 Gullþynnan í sýnis-
horninu mældist nálega 0,3 mm á breidd og 0,04 mm að
þykkt.55
Tímasetning og uppruni
í skrá sem Matthías Þórðarson samdi eftir 1911 um muni
sem bárust Þjóðminjasafninu 1886, sagði hann Hólaskrúð-
ann vera með rómönskum stíl og tímasetti hann sem
„naumast yngri en frá 13. öld.“56 Rökstuddi hann tímasetn-
inguna með því að vitna til tveggja kunnra fræðimanna um
kirkjuleg klæði, Franz Bock og Joseph Braun, en samkvæmt
þeirra skrifum átti hin sérstaka trapisulögun á spöðum
handlínsins ekki að hafa tíðkast eftir lok þeirrar aldar.57 I
leiðarvísinum frá 1914 skrifaði Matthías aftur að stólu- og
handlínsbútarnir væru í rómönskum stíl, og ennfremur að
þeir myndu vera af íslenskum uppruna vegna myndanna af
biskupunum helgu, Jóni og Þorláki. Um tímasetningu
þeirra gat hann þar hins vegar ekki.58
Guðbrandur Jónsson sem skrifaði um Hólaskrúðann 1926
eins og áður er nefnt, taldi að hann væri frá 13. öld, og „al-
íslenskur". Enn fremur hafði hann þau orð um höfuðlíns-
hlaðið að það væri einn af þeim gripum Þjóðminjasafnsins
sem gerðir væru af mestri list, og að stólan væri „með feg-
urstu kirkjufötum“ sem Þjóðminjasafnið ætti.591 ritgerð um
íslenska miðaldalist 1931 setti Matthías Þórðarson aftur fram
þá skoðun sína að skrúðinn myndi vera íslenskur að upp-
runa og nefndi enn rómanskan stíl útsaumsins, en tímasetti
nú gripina til „um 1300“ án þess að rökstyðja það nánar.60
I leiðarvísi um Hólakirkju 1950 skrifaði Kristján Eldjárn
þjóðminjavörður um biskupsskrúðann að hann væri ekki
51