Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 56
SKAGFIRÐINGABÓK
yngri en frá 13. öld og líklega íslenskur.61 Skömmu síðar,
þegar gripunum var komið fyrir til sýnis í hinu nýja Þjóð-
minjasafnshúsi, lét hann í ljós sömu skoðun varðandi upp-
runa þeirra í meðfylgjandi skýringartexta og taldi þá vera frá
13. öld.62 I ritsmíðum 1957 og 1962 tímasetti hann skrúðann
hins vegar um 1200, og í þeirri síðarnefndu lét hann auk
þess í ljós efasemdir um íslenskan uppruna hans, og hallað-
ist fremur að því að hann væri unninn í einhverjum verk-
stæðum þeirra landa sem fremst stóðu í kirkjulegum út-
saumi, Englandi eða Þýskalandi.63 Ljóst má vera að elsta
mögulega tímasetning skrúðans er byrjun 13. aldar þar sem
helgi hinna tveggja biskupa, Þorláks og Jóns, sem myndir
eru af á handlíninu, var lögleidd á alþingi 1199 og 1200.64
Þegar stólan var rannsökuð í Stokkhólmi meðan á við-
gerð stóð 1974-1975 var hún talin enskt verk, opus anglican-
um, frá upphafi 13. aldar og var sýnd og kynnt sem slíkt á
forvörslusýningu í Stokkhólmi 1975 og í sýningarskrá þeirri
sem Anne Marie Franzén samdi af því tilefni.65 I viðgerðar-
skýrslu um handlínið eftir Inger Estham frá 1979 er tíma-
setningin um 1200 raunar eignuð Þjóðminjasafni Islands og
að það gæti, samkvæmt „gefnum upplýsingum,“ verið opus
anglicanum.bb I skýrslunni er einnig greint frá athugun sem
Jan-Olof Tjáder, prófessor í Uppsölum, gerði á áletrunum
handlínsins.67 Komst hann að þeirri niðurstöðu að ekkert í
stafagerðinni benti sérstaklega til Englands, en útilokaði það
ekki heldur. Um tímasetningu letursins sagði hann að hana
væri „erfitt að ákvarða nákvæmt, um 1200, ekki seinna,“ en
bætti við að stundum gæti letur verið yngra en stíll þess
benti til.68
Opus anglicanum?
Höfundur þessa máls er þeirrar skoðunar að skrúðinn frá
Hólum sé erlent verk. Aðferðin við gullsauminn sem fyrr
52