Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 80
SKAGFIRÐINGABÓK
Kunstindustrimuseum. Árbok 1956 (Trondheim, 1957), bls. 52-54, er þeirrar
skoðunar að mítrið sé eitt enskra útsaumaðra messufata sem bárust til Sens
frá Canterbury á 12. öld.
44. Sjá Braun (1907), bls. 37-38; Christie (1938), bls.56-58 og 67-68; King
(1963), bls. 13-15; idem, „Textiles," English Romanesque Art 1066-1200.
Hayward Gallery. London, 5 April - 8 July 1984 (London, 1984), bls. 357;
og Nockert (1986), bls. 78. - Höfuðlínshlöð tíðkuðust frá 12. öld til loka
miðalda, sbr. Braun (1912), bls. 86, sem segir jafnframt að þau hafi yfirleitt
verið um 40-50 cm að lengd. Höfundur hefur aðeins komið auga á ákveðið
mál af einu höfuðlínshlaði frá seinni hluta miðalda; er það 39 cm að lengd,
sennilega sænskt og frá ofanverðri 15. öld, sbr. Geijer, (1964), bls. 44-45.
45. Sbr. supra, 1. tilvitnun.
46. Estham (1982), bls. 1, nefnir að einstaka atriði, enstaka detaljar, á höfuð-
línshlaðinu séu með flatsaumi, plattsöm.
47. King (1963), bls. 9.
48. Loc. cit.
49. Loc. cit. - Sjá Elsa E. Guðjónsson, íslenskur útsaumur (Reykjavík, 1985 b),
bls. 46 og 50.
50. Franzén (1975 a), bls. 1. Estham (1979), bls. 2. Atlassaumur, á ensku en-
croaching satin stitch, sbr. Mary Thomas, Dictionary of Embroidery Stitches
(New York, 1935), bls. 179-180.
51. Um samitum sjá t.d. Agnes Geijer, „Samitum," Kulturhistorisk leksikon for
nordisk middelalder, XV (Reykjavík, 1970), d. 14-15; og idem, Ur textil-
konstens historia (Lund, 1972), bls. 75. - Niðurstöður af nákvæmri rannsókn
á grunnefni stólunnar og handlínsins, sem og á silkiútsaumsgarninu, liggja
fyrir í forvörsluskýrslum Franzén (1975 a), bls. 1, og Estham (1979), bls. 2.
Tilsvarandi niðurstöður varðandi höfuðlinshlaðið eru ekki til staðar.
52. Agnes Geijer og Marta Hoffmann, Nordisk textilteknisk terminologi. För-
industriell vavnadsproduktion (3. útg.; Oslo, 1979), bls. 48 og 81.
53. Franzén (1975 a), bls. 1: Guldtrád. Lan skuret ur guldbleck, . . . spunnet
kring vit silkekárna; og Estham (1979), bls. 2.
54. Samsvarar gullinnihald þráðanna að því er höfundi telst til, 21 karata gulli. -
Skýrsla Karls Grönvold, á ensku, frá 22. janúar 1988 er prentuð í Elsa E.
Guðjónsson (1988), bls. 63, 22. tilvitnun. Skýrsla hans á íslensku um sama
efni, eftir ítarlegri rannsóknir í janúar 1989, er á þessa leið:
Efnagreining á gullþræði úr messuklæði Þjms. 6028e.
Til efnagreiningar voru klipptir tæplega 2 millimetrar af málmgarni af
bakhlið klæðisins. Reyndist það vera kjarnaþráður vafinn mjórri gull-
þynnu. Þversnið gullþynnunnar reyndist vera nálægt því 0,3 mm breitt en
0,04 mm þykkt. Hið afklippta sýni af gullþynnunni var steypt í epoxy
lím og yfirborðið síðan slípað þannig að þversnið fékkst af þræðinum til
greiningar. Með þræðinum, í sömu plötu, var steypt gull, kopar og silfur/
palladium málmur til að nota sem staðla til viðmiðunar við efnagreining-
una. Sýnið var húðað með kolefni og greint í örgreini (mikroprob) Nor-
76