Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 90
SKAGFIRÐINGABÓK
að sunnan, og gengur hann norðaustur í fjallið. Eftir þeim
dal er hin forna gönguleið milli Unadals og Hrolleifsdals.
Ardalur er grösugur vel og því meir sem framar dregur. Þar
voru áður kvíær setnar frá A, og oft voru heimahross þaðan
höfð á dalnum. Dálitlar brekkur eru fyrst upp í dalinn, en
síðan tekur við lítill og jafn halli langt fram eftir, en allra
fremst eru grösug höll upp úr dalbotninum. - Upp frá Þverá
í Hrolleifsdal er þverdalur, svonefndur Þverárdalur. Gengur
sá dalur upp á móti Árdalnum, og verður þar mikið skarð í
fjallið, er dalirnir mætast. Það gerir leiðina milli dalanna
hina greiðfærustu, enda verður hún að teljast afbragðsgóð
gangandi manni.
Hraun í Unadal er nálægt því að vera í 150 m hæð yfir sjó
og ætla má, að Þverá standi í svipaðri hæð. Háskarðið gæti
verið um 650 m yfir sjávarmáli eða um 500 m hærra en
bæirnir. Vegalengdin milli Hrauns og Þverár mun vera um
10 km. Getur 500 m hæðarmunur á svo langri leið varla tal-
izt mikill. Það er því ekki nema skemmtileg morgunganga á
milli bæjanna fyrir mann á bezta aldri. Sjálfur átti ég heima
á Hrauni í 55 ár, hef oft farið þessa leið og þekki hana því
mjög vel.
Af Vatnsdælu má sjá, að Hrolleifur hafi farið upp frá bæ
Una og yfir fjallið á milli dalanna. Höfundur Vatnsdælu
hefur því þekkt þessa leið og hermir rétt frá staðháttum.
Verður því að telja, að fleira hljóti að vera rétt hermt í
Vatnsdælu um búsetu Una. En þetta atriði um ferðir
Hrolleifs breytir allri sögunni: hvort þarna hafi einhvern
tímann verið mannaferðir milli dalanna.
Eg tel því frásögnina í Skagfirzkum fræðum, á bls. 76 í
Landnámi í Skagafirði, alranga. Sumum getur skjátlazt, þótt
skýrir séu. Og svo hefur nú farið í áðurnefndri frásögn í
Landnámi í Skagafirði.
Frá Þverá í Hrolleifsdal til Unadals er því um tvær leiðir
að velja: að halda inn Höfðaströndina eða fara fjallaleiðina.
86