Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 92
SKAGFIRÐINGABÓK
20 jarðir og margar þeirra landmiklar. Hann gat því misst
stór svæði af landnámi sínu. Lítið er sagt frá Una í Unadal
nema í Vatnsdælu. Þar segir:
Hrolleifur hét maður og var kallaður inn mikli; hann
kom út í Hvítá og móðir hans, er Ljót hét; lítt var hon
lofuð að skaplyndi, og ein var hon sér í lýzku [hátt-
erni], og var það líkligt, því að hon var fám góðum
mönnum lík; sonur hennar var henni mjög líkur í
skapsmunum.
Þau fóru til Skagafjarðar á fund Sæmundar í Sæmundarhlíð,
sem talinn er föðurbróðir Hrolleifs. Komu þau sér þar mjög
illa. Eitt sinn mælti Geirmundur svo við Sæmund, föður
sinn:
„Þessi frændi okkar leggur fram vistarlaun þau, sem
hann mun nægst til hafa, en öðrum sé óhaldkvæm, það
er heitan og harðyrði með óþyrmilegum meðferðum;
hafa sumir hlotið af honum beinbrot eða önnur
meiðsl, og engum hlýðir um að tala.“
Hrolleifur var sterkur maður, fór illa með afli sínu við sér
minni menn og launaði illu gott með ráði móður sinnar. Sæ-
mundur mælti til Hrolleifs:
„Nú hefi eg hugað þér landakosti og bústað út á
Höfðaströnd fyrir utan Höfða út frá Unadal; væri það
mitt ráð, að þú vægðir við þá, er þar búa næstir þér,
Þórð bónda í Höfða og Una í Unadal eða aðra byggð-
armenn, og bið þér byggðarleyfis.“ Hann kvaðst ætla,
að hann myndi eigi skríða undir skegg þeim. Hrolleif-
ur fór út í dalinn og móðir hans og bjuggu þar; síðan
er þar kallaður Hrolleifsdalur. . . . Brátt tóku menn að
hatast í móti [þeim], og þótti Sæmundur hafa sent
þeimilltrekald.
88