Skagfirðingabók - 01.01.1989, Síða 94
SKAGFIRÐINGABÓK
Hrolleifur var harður maður og afrendur að afli; hann
hafði og kyrtil þann, er móðir hans hafði gjört honum
og eigi festi járn á. . . . Oddur vó Ljót, fylgdarmann
Hrolleifs, en gekk síðan mót Hrolleifi og mælti: „Illa
bíta þig vopnin, Hrolleifur, . . .“ Síðan slæmdi Oddur
á fót Hrolleifi, og beit þar, er kyrtillinn tók eigi. Þá
mælti Oddur: „Eigi hlífði þér nú gjörningastakkur-
inn.“ Hrolleifur hjó þá til Odds og veitti honum bana-
sár, og annan mann drap [hann], en þrír komu á flótta.
Það var síð um kveld upp frá bæ Una.
Uni fór á fund Höfða-Þórðar og sagði honum sín vand-
ræði um víg Odds sonar síns, - „og vilda eg hafa þitt lið-
sinni að rétta mitt mál;“ Þórður hét því. Fóru þeir síðan til
fundar við Sæmund í Sæmundarhlíð, og gekk hann í málið
með þeim. Var þá tekið upp bú Hrolleifs og Hrolleifur
gerður héraðsrækur „svo víða sem vötn féllu til Skagafjarð-
ar.“ Tók Uni land Hrolleifs að sakabótum.1
I Svarfdæla sögu segir frá deilu Una og Kolbeins Sig-
mundarsonar í Kolbeinsdal. Beið Kolbeinn þar ósigur. Þar
segir enn fremur, að Uni hafi verið skyldur Ljótólfi, goða
Svarfdæla. Ljótólfur var mikils háttar maður, vitur og rétt-
sýnn. Voru margir höfðingjar víða um land frændur hans og
vinir. Veittu þeir hvor öðrum, Uni og Ljótólfur, ef þörf var
á. Má af því marka, að Uni hafi verið mikils ráðandi, og
auðugur maður var hann talinn.
Það sem hér hefur verið sagt, er hið helzta, sem vitað er
frá Una að segja.
1 Allar tilvitnanir í Vatnsdæla sögu hér að framan, eru teknar úr útgáfu
Einars Olafs Sveinssonar í Isl. fornritum VIII, Rvík 1939, bls. 50-55.
Sjá einnig útgáfu Jakobs Benediktssonar af Landnámu: Isl. fornrit I,
Rvík 1968, bls. 220-221.
90