Skagfirðingabók - 01.01.1989, Síða 105
BRUNINN Á HÓLUM í HJALTADAL
HAUSTIÐ 1926
eftir PÁL SIGURÐSSON frá Lundi
í MORGUNBLAÐINU þann 15. október 1926 birtist eftirfarandi
frásögn:
í morgun barst sú fregn hingað til bæjarins (Reykja-
víkur) að gamla skólahúsið á Hólum í Hjaltadal hefði
brunnið til kaldra kola í fyrrinótt. Seinnipartinn í gær
hafði blaðið tal af Páli Zophoníassyni skólastjóra og
spurði hann um bruna þennan. Gamla skólahúsið var
sem kunnugt er notað fyrir heimavistir nemenda og
kennaraíbúðir. Þar voru og matföng skólapilta geymd.
Alls bjuggu í húsinu, þegar bruninn varð, þrjátíu
manns. Kennarar tveir, þeir Jósef Björnsson og Tómas
Jóhannsson og fjöldskyldur þeirra, 15 skólapiltar, sem
komnir voru, og þjónustufólk.1
Eldsins varð vart skömmu eftir háttatíma, kom hann
upp á háalofti hússins. Þar uppi svaf þjónustufólk, alls
átta manns, auk skólapilta, sem voru þar í tveimur her-
bergjum. Auk þess voru á háaloftinu matargeymslur
1 Eftir nána athugun tel ég, að í húsinu hafi búið Jósef Björnsson kenn-
ari, kona hans og tvö börn, Tómas Jóhannsson kennari, kona hans og
eitt barn, Vigfús Helgason kennari, einhleypur, 14 skólasveinar, þar af
einn nýsveinn, sem kominn var, fjórar vetrar- og starfsstúlkur og tveir
starfsmenn skólabúsins, alls 28 manns. Einn næturgestur var og í hús-
inu, Guðmundur Jóhannsson, síðar bóndi á Kambi í Eyjafirði.
101