Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 116
SKAGFIRÐINGABÓK
Aðspuröur skýrir Páll frá þeim atburðum, er hann veit
um viðvíkjandi brunanum, á þessa leið:
Klukkan 11:20 leit hann út um gluggann á skrifstofu
sinni og sá þá, að ljós var eigi slökkt í syðra húsinu.
Fór hann þá út og gekk fyrst hringinn í kringum það.
Voru þá ljós í íbúð Tómasar, Jósefs og Vigfúsar kenn-
ara, herbergjunum Þingeyri og Sólheimum á miðhæð
og Náströnd á efstu hæð. Ennfremur í eldhúsi í kjall-
ara. Þangað gekk hann fyrst og tók þá eftir á vatns-
hæðarmæli, að vatn myndi ekki nægilegt í miðstöðvar-
leiðslunum. Hann gekk því upp á loft og leit inn á her-
bergin á miðhæðinni og áminnti piltana að slökkva.
Síðan gekk hann upp á efsta loft, eftir ganginum þar
og leit inn á syðra íbúðarherbergi skólasveina (Háa-
kot)1 - að því hann frekast getur munað - aðgætti
vatnsstöðuna á miðstöðvarofninum með því að skrúfa
loftventil hans. Þaðan gekk hann að þensludunk mið-
stöðvarinnar, er var í ganginum utan við Náströnd, og
sá að hann var tómur. Að því búnu gekk hann heim og
háttaði. Var þá kl. 11:35. - Yfirheyrði tekur sérstaklega
fram, að hann finni aldrei lykt.
Eftir að hafa lesið stutta stund í rúmu sínu, slökkti
hann ljósið og fór að sofa, en var vakinn aftur bráðlega
af Páli Sigurðssyni skólasveini, er sagði honum, að
kviknað væri í syðra húsinu.
Er hann kom suðureftir, var ófært orðið upp á efstu
hæð sökum elds að sunnan og reyks að norðan. Var þá
allt fólkið komið út úr húsinu og tekið að bjarga öllu
því, sem auðið var. Veður var stillt, og tókst því að
bjarga hjalli og fjósi og hlöðu, sem ella hefðu brunnið.
Hefðu þá öll heimahús staðarins verið í voða. Um
1 Herbergin á kvistinum að austan voru tvö, Grána eða Gránubúð að
norðan og Háakot að sunnan.
112