Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 119
BRUNINN Á HÓLUM í HJALTADAL
kl. 8 um kvöldið hafi hún farið með lítið lampaljós í hendi
upp nyrðri stigann og upp á herbergið Náströnd, þar sem
vinnukona hennar lá. Hún varð einskis vör, er eftirtekt
vekti.
Ingimar Guttormsson skólasveinn greinir svo frá, að
hann væri háttaður í herbergi sínu, Sólheimum, ásamt
Stefáni Björnssyni. Tveir félagar þeirra, Björn og Einar,
voru að vinnu niðri í kjallara. Þeir höfðu slökkt ljós fyrir
u.þ.b. hálfri stundu, þegar Tómas gerði þeim aðvart um eld-
inn. Um 10 mínútum áður heyrðu þeir félagar eitthvert
þrusk, sem virtist koma úr fatakompunni, en hún var uppi
yfir herbergi þeirra. Þessi hávaði var líkastur því sem slegið
væri saman tveim hlutum.1 Þá urðu þeir félagar um svipað
leyti varir við ljósglampa, sem féll á gluggann, en slíkt var
ekki óvenjulegt, þegar ljósker var borið úr fjósi að kvöldi.
Þeir höfðu þó orð um sín á milli, að nú væri seint komið úr
fjósi.
Ingimar átti föt sín í fatakompu uppi og gekk þar síðast
um á mánudag. Hann getur þess, að í kompunni hafi verið
stoppaður dívanræfill, genginn af göflum, og gólfið höfðu
piltar sópað fyrir stuttu. A Spítalagólfið var staflað sængur-
fatnaði, eftir öðru mundi hann ekki, nema vera kynni, að
eitthvað af blaðarusli hafi legið á gólfinu. Um tilraun þeirra
félaga að bjarga fötum sínum vísast til framburðar Björns
Björnssonar.
Olafur Magnússon frá Hóli staðfestir framburð Ingimars
um sængurfatnað á Spítalanum; hafi honum verið staflað í
gamalt rúmstæði. Hann telur sig hafa misst í eldinn verð-
mæti fyrir um 460 krónur, og félagi hans, Kristinn Jónsson,
1 Því má bæta hér við, sem ekki kemur fram í réttinum, en haft eftir þeim
félögum, að hrokkið hafi út úr Ingimar: „Nú er sá gamli kominn á
kreik.“ Þetta var ekki í fyrsta skipti, sem vart varð hreyfingar og nokk-
urs hávaða þar í kompunni, án þess vitað væri um mannaferðir.
115