Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 124
SKAGFIRÐINGABÓK
Einari Guðmundssyni á Hraunum falið að panta húsavið frá
Noregi. Þetta fór þó á annan veg, því nokkrum dögum síð-
ar, eða hinn 19. nóvember, birtist í Akureyrarblaðinu Norð-
urljósinu eftirfarandi auglýsing:
Til kaups
Hús sem stendur í Hrísey, 24 álna langt og 16 álna
breitt, tvíloftað með 2 stórum alþiljuðum herbergjum
mjög sterkt og vel smíðað, grindin úr 7x9 þuml. til 5x6
þuml. með 2 dregurum, bæði uppi og niðri, nýlega
byggt og kostaði þá 4.500 kr, meiri partur efnisins
keypt í Noregi og reiknað eftir innkaupsverði þar, fæst
nú keypt mjóg ódýrt og með góðum skilmálum. Hús-
inu er mjög hentugt að skipta í 2 hús, sem yrðu 16x12
álnir. Allir viðir eru sagaðir ferstrendir og í undir-
grindunum og dregurum svo gildir, að vel má fletta
þeim og yrðu þeir þó efnismeiri en í flestum íveruhús-
um gjörist. Lysthafendur snúi sér til undirskrifaðs.
Akureyri 14. nóv. 1889
Eggert Laxdal
Stjórnarnefndin hafði þegar samband við Eggert og fékk
nánari upplýsingar um húsið. Atti það að kosta 2.000 kr.,
og leizt nefndinni svo á, að ekki myndi hagkvæmara að fá
húsavið annars staðar. Skrifaði hún þá Einari Asmundssyni
í Nesi' bréf 3. febrúar 1890 og bað hann að semja um kaup á
1 I bókinni Hólastabur er sagt, að Einar hafi þá átt sæti í stjórnarnefnd
skólans sem fulltrúi Suður-Þingeyinga. Þetta mun ekki rétt. Hann var
fulltrúi 1891-93, en hafði áður verið í amtsráði Norður- og austur-
amtsins frá 1875 og átti þar þátt í þróun skólamála Norðlendinga og
Austfirðinga.
120