Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 127
BRUNINN Á HÓLUM f HJALTADAL
20.000 krónur. Var það nokkru hærri upphæð en áætlað
hafði verið í fyrstu. Yfirsmiður var Snorri Jónsson húsa-
smiður og kaupmaður á Akureyri, og þótti verk hans vel
takast.
I skjalasafni alþingis er ítarleg lýsing á húsinu nýbyggðu.
Fer hún hér á eftir:
LÝSING SKÓLAHÚSSINS Á HÓLUM
Húsið er 26 álnir á lengd, 16 álnir á breidd, 9 álnir á
hæð undir þakskegg og 15 álnir á hæð upp í mæni.
Kjallari er undir öllu húsinu, 4 álnir á hæð.
Grind hússins er úr sterkum furuvið, og er steypt í
hana alla með vel sterkri sementssteypu. Þar utan yfir
er klætt með nýjum borðum. Þak hússins er úr borð-
um og er klætt yfir þau með þakpappa. A húsinu eru
tvennar útidyr og 30 gluggar, 11 á hvorri hlið og 4 á
hvorum gafli. A vesturhliðinni miðri eru aðaldyrnar
og trépallur fyrir framan með grindum úr renndum
stólum til hliðar, og liggja tröppur niður til beggja
enda. A austurhliðinni miðri eru eldhúsdyr, og er þar
áfastur skúr, 4/2 alin á lengd, 4 álnir á breidd og 4 álnir
á hæð.
Kjallarinn er hlaðinn úr góðu íslenzku grjóti og
límdur með sementi utan og innan. I honum eru tveir
gildir ásar undir gólfbitum með sterkum og nánum
stoðum. A kjallaranum eru einar útidyr og 10 gluggar,
4 á hvorri hlið og 1 á hvorum gafli. Hann er hólfaður
sundur með hefluðum og plægðum borðum, þannig
að á hvorum enda eru 3 herbergi öll jafnstór, 6 álnir á
lengd og 5 álnir á breidd. I miðjunni eru 2 stór her-
bergi. I öðru þeirra er stigi með uppgöngu í eldhús.
A gólfi hússins eru 10 herbergi og hæð þeirra undir
loft 47A álnar. Forstofa er við miðja vesturhlið hússins,
123