Skagfirðingabók - 01.01.1989, Side 133
BRUNINN Á HÓLUM f HJALTADAL
Þegar litið er yfir skrána, sem sýnir notkun herbergjanna,
vekur athygli, að nemendum er aðeins ætlað eitt svefnher-
bergi. Nemendur voru að vísu fáir fram að þeim tíma, er
húsið var byggt, en líkur til að þeim fjölgaði með rýmri og
betri húsakynnum. Þess ber þó að geta, að þetta er fyrsta ár
skólans í hinu nýja húsi. Annars fjölgaði nemendum hægt
fram til ársins 1902, að Sigurður Sigurðsson tók við stjórn
skólans. Þá margfaldaðist tala þeirra, þannig að á árunum
1903-07 eru þeir 40-50 og urðu aðeins einu sinni fleiri í
sögu skólans, veturinn 1920-21, að þeir urðu um 60 eða
rúmlega það.
Það gefur auga leið, að oft hefur verið þröngt setinn
Svarfaðardalur í gamla húsinu, þegar við bættust fjölskyldur
skólastjóra og kennara, svo og annað starfsfólk skólans. Þó
mun a.m.k. nokkur hluti starfsfólks skólabúsins hafa dvalizt
í gamla bænum, sem enn stendur. En líklega hafa um 70
manns átt vetrardvöl í skólahúsinu, þegar flest var.
I fyrstu var eldhús, búr og matstofa á neðstu hæð, en ég
hygg, að fljótlega hafi verið brugðið á það ráð að flytja alla
aðstöðu til eldunar og borðhalds, a.m.k. fyrir nemendur,
niður í kjallara. Við það kom aukið rými uppi til annarra
nota.
I þessum kafla hefur verið stiklað á stóru í sögu hússins,
frá því Eggert auglýsir það til sölu í Hrísey, unz yfir lauk.
En hver er saga J)ess fram til þess tíma? Um það skortir
mjög heimildir. I auglýsingunni kemur fram, að húsið er
nýlega byggt, að meginhluta úr norskum efnivið, en í opin-
berum heimildum kemur ekkert fram um, að Eggert Laxdal
hafi keypt hús í Hrísey eða fengið leiguréttindi hjá Jörundi
bónda Jónssyni í Syðstabæ til húsbygginga og atvinnurekst-
urs.
Þess er þó getið í veðmálabókum Eyjafjarðarsýslu, að
Trygg^i Gunnarsson hafi fengið lóð undir hús og aðstöðu
til fiskverkunar 1881 og um svipað leyti einir fimm norskir
9 Skagfirdirtgabók
129