Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 135
BRUNINN Á HÓLUM f HJALTADAL
gerð, þeir eru persónubundnir og sjálfsagðir í lífi flestra. En
ljóst er, að þeir sem sóttu í Hóla fóru heim með haldgott
veganesti í námi og þroska og sumir með traustan lífsföru-
naut; þeir hafa sannarlega átt erindi „heim að Hólum.“
En aðrir atburðir gerðust í sambandi við margnefnt hús
og af öðrum toga spunnir. Verður hér eftir getið þriggja
slíkra sem eins konar viðauka.
Hætt kominn d Helju
Svo BAR til síðla dags rétt fyrir jól, líklega veturinn 1891, að
dyr voru knúðar á bænum Atlastöðum í Svarfaðardal. Þegar
upp var lokið, stóðu á bæjarhlaði tveir ferðalangar, þreyttir
mjög og illa til reika. Sögðu þeir sínar farir ekki sléttar.
Voru hér komnir þeir Snorri Jónsson húsasmiður og kaup-
maður á Akureyri og - að því er næst verður komizt - Jón
Þórðarson frá Hnjúki í Svarfaðardal, lengi síðar bóndi á
Þóroddsstöðum í Olafsfirði.1 Þeir höfðu verið við smíði
skólahússins á Hólum, en Snorri var yfirsmiður þess, og
voru nú á heimleið í jólaleyfi.
Þeir höfðu lagt upp frá Hólum árla dags ásamt þriðja
manni, Frímanni Jakobssyni, sem einnig vann við bygging-
una. Veður mun hafa verið meinlítið þennan dag, en skýjað
og kólga í lofti. Snjór var yfir öllu, og gengu þeir á skíðum.
Þeir fóru sem leið liggur austur yfir Hálsinn og fram Kol-
beinsdal og gengu rösklega. Dagur er stuttur á þessum árs-
tíma og alllöng leið milli bæja, en veðrabrigði oft snögg,
ekki sízt á heiðum uppi; leiðin var hins vegar allvel vörðuð.
Greiðfær leið og slétt er fram Kolbeinsdal og hvergi í
fangið fyrr en kemur fram að Heljarbrekkum. Þær eru
1 Maður þessi er ekki nafngreindur, en Gunnlaugur Gíslason á Sökku
fann í gömlum blöðum föður síns, að Jón hefði verið að smíði hússins
á Hólum, en bæði Jón og Frímann voru nemendur Snorra í húsasmíði.
131