Skagfirðingabók - 01.01.1989, Side 136
SKAGFIRÐINGABÓK
stuttar, en brattar og Heljardalurinn nokkuð í fangið fram
um Kambagil. Trúlega hafa þeir félagar verið allvel klæddir
að þeirra tíma venju, en sagt er, að Frímann væri þeirra bezt
í stakk búinn, í þykkum og síðum frakka með loðhúfu á
höfði. Gerðist honum gangan erfið, og þegar kom fram um
Kambagil, fór þreyta og vanlíðan að hrjá hann. Þeir félagar
reyndu að styðja hann eftir megni, en kom fyrir ekki, og
komust þeir ekki með hann upp á heiðina, heldur urðu að
skilja hann eftir á milli Bröttubrekku og Prestvörðubrekku,
vestan í heiðinni.
Svo hefur sagt mér Jakob Frímannsson, að faðir hans hafi
þá verið orðinn rænulítill. Af því má ljóst vera, að þarna
hafa veikindi ásamt þreytu orkað á. Var nú úr vöndu að
ráða, og báru þeir félagar saman ráð sín. Engin tök virtist
þeim að halda áfram með Frímann, en þótti heldur ekki
fýsilegt að setjast að. Varð þeirra fangaráð að búa um Frí-
mann sem bezt þeir kunnu, en hraða sér síðan áfram til
byggða og sækja mannhjálp. Komust þeir í Atlastaði, sem
fyrr greinir, þrekaðir mjög.
Ekki treystust þeir félagar að fara til baka, en báðu Arna
bónda Runólfsson að sækja Frímann. Brá hann skjótt við,
lét Snorra reka saman skíðasleða, ef á þyrfti að halda, því
enginn vissi hver aðkoman yrði.
Árni lagði af stað við fjórða mann eftir tilvísun þeirra
Snorra. Hann greip með sér brennivínstár, og stakk í barm
sér flösku með heitri mjólk. Björgunarmenn flýttu för sem
mest þeir máttu, og segir ekki af ferð þeirra fyrr en kom
vestur fyrir Prestvörðubrekku. Þar sjá þeir hrúgald á hreyf-
ingu. Er þetta Frímann að veltast í snjónum. Verður þá
Árna að orði: „Hvert ertu að fara, Frímann minn?“ Svarar
þá Frímann: „Eg er að fara á eftir honum Snorra.“
Eftir að Frímann hafði hresst sig á nesti Arna, fór honum
að líða betur. Þurftu þeir ekki að nota sleðann, en settu
undir hann skíði og leiddu á milli sín. Til Atlastaða komu
132