Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 146
ÞEGAR ÉG VAR SIGAMAÐUR í DRANGEY
cftir GUÐMUND ÓLAFSSON frá Ási
Hér birtist þriðji þátturinn úr syrpu Guðmundar Ólafssonar. Hinir fyrri,
Fyrsta langferðin að heiman og Hákarlaveiði og vetrarlegur á Skagafirði
1880-1890, voru prentaðir í tveimur síðustu bókum. Þátturinn birtist hér
óbreyttur utan stafsetning var færð til þess er nú tíðkast og örfáar ritvillur
voru leiðréttar.
G.M.
Árin milli 1880 og 1890 voru mörg harðindaár, sum árin
hafís fyrir Norðurlandi er tafði oft siglingu vorskipa kaup-
staðanna norðanlands; var þá oft farið að sneyðast um mat-
föng í búum fátækra bænda, er þau komu. Fyrsta veiðivon í
Skagafirði var þá bjargfuglaveiði í Drangey, sem gat byrjað
um sumarmál, ef tíð og veður leyfði og hægt var að komast
að eyjunni vegna hafíss. Var þá í sæmilegri tíð bjargið alset-
ið af fugli, en fiskafli kom ekki fyrr en eftir miðjan maí. Því
var það veturinn 1887, þegar faðir minn kom heim af sýslu-
fundi, að hann segir mér, að hann og Konráð Jónsson
hreppstjóri í Bæ hafi í sameiningu tekið Drangey á leigu til
bjargfuglaveiði með speldum og eggjatöku næsta vor.1 Þeir
ætli að leggja fjóra menn hvor til veiðanna, alla kaðla til
bjargsigs og önnur verkfæri gegn þremur hlutum dauðum,
sem þá var kallað, fyrir allt saman, og tilætlunin sé, að þessir
1 Guðmund misminnir hér. Konráð og Ólafur höfðu eyjuna á leigu árin
1889 og 1890.1887 nytjaði Konráð hana ásamt Halldóri Gunnlaugssyni
í Hofsósi.
142