Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 150
SKAGFIRÐINGABÓK
Það yrði lítil veiði með því móti. Sagðist þá síga fyrir sig og
sína menn, svo réði ég, hvað ég gerði. Nú brá mér alvarlega,
fann, að Jóhann hafði satt að mæla. Gekk frá félögum mín-
um suður á ey að hugsa málið. Mig langaði ekki til að koma
heim og segja við föður minn, að enginn okkar treysti sér til
að síga, þess vegna væri vertíðin búin. Verða svo að háði og
athlægi allra manna fyrir hugleysi. Fornmenn hefðu heldur
viljað láta lífið en lifa við skömm, svo ætti ég að gera, ef svo
vildi verkast og ég að heita maður, en hart aðgöngu var að
taka þá ákvörðun. Það var eins og ekkert kæmist að í hug-
anum nema hér um bil vís bani.
Eg fór nú að reyna að koma skynseminni að og sagði við
sjálfan mig, að ef ég gerði enga vitleysu eða glappaskot niðri
í bjarginu, þá myndi ég koma upp aftur eins og aðrir siga-
menn. Þetta var eina hughreystingin, sem ég gat fest hugann
við. Bað svo guð að styrkja mig og varðveita. Því næst gekk
ég þungum skrefum heim að kofa og sagði við Jóhann eins
hressilega og ég gat að ég ætlaði að reyna að síga, hvernig
sem það tækist. Þá var karlinn hýr á svip og sagði að þetta
líkaði sér. Sagðist alltaf hafa óskað og vonað, að ég yrði
sigamaður með sér frá því hann sá mig í fjörunni þegar hann
lenti, sér litist svo giftusamlega á mig. Upp frá því urðum
við perluvinir.
Svo var farið að búa sig til ferðar og haldið fram í Háu-
brík. Þá sagðist Jóhann ætla að síga niður á stall í bjarginu
og ég ætti að síga þangað á eftir. Hann ætli nú að sýna mér
og kenna alla aðferð við bjargsig og speldalagningu. Hann
batt sig í festina og seig niður. Festin dregin upp og ég batt
mig í hana, en á meðan dundu hjartaslögin þung og tíð. Ég
fór svo fram af brúninni, kvaddi félaga mína, kannski í síð-
asta sinn, en bað þá gefa mig hægt niður, sem þeir gerðu.
Ekki vissi ég í þennan heim né annan á leiðinni, og aftur
hafði ég augun. Vissi svo ekkert fyrr en ég stóð á bröttum
stalli við hliðina á Jóhanni. Fannst mér þá mikið fengið, er
146