Skagfirðingabók - 01.01.1989, Blaðsíða 164
SKAGFIRÐINGABÓK
til greina, að minnsta kosti kom hann ekki aftur þetta sum-
ar.
Nú var þetta skemmtilega sumar liðið og komið að göng-
um. Þá var slátrað vænu lambi í nesti handa gangnamanni,
og nutum við góðs af því og fengum kjötsúpu. Það var mik-
ið nýnæmi eftir salta og reykta kjötið um sumarið, þó gott
væri.
A réttardaginn var ákveðið, að ég færi heim úr kaupa-
vinnunni. Húsbóndinn borgaði mér það kaup, sem um var
samið, og bæði hjónin þökkuðu mér fyrir dugnaðinn við
raksturinn. Guðmundur bauð mér svo hest til þess að sitja á
til Sauðárkróks. En hvernig átti ég að koma honum til baka?
„Hann skilar sér heim, þegar þú sleppir honum þar ytra.
Hafðu ekki áhyggjur, væna mín.“ Þá kom Guðrún og sagði:
„Það er annars bezt, að ég biðji þig, Stína mín, að kaupa
fyrir mig sláturnálar og garn. Mig vantar það svo mikið,
þegar slátrin koma.“ „Hvernig á ég að koma því til þín?“
spurði ég. „Það er enginn vandi, þú færð bara lítinn poka
utan um það og hnýtir honum í faxið á Grána gamla, þá
kemst það til skila.“ Þar með var vandinn leystur, og allt
komst til skila frétti ég seinna. Gráni brást ekki því trausti,
sem honum var sýnt.
Eg kvaddi þetta heimili með söknuði, því að mér hafði
liðið þar svo vel þótt ég kæmi stundum þreytt heim af engj-
unum á kvöldin. En nú var farið að styttast í dvöl minni á
Sauðárkróki. Fjölskylda mín fluttist suður til Reykjavíkur
haustið 1907, og ég fór vorið eftir. Þá vann í verzlun Popps
Sveinbjörn Jakobsson, ungur maður brautskráður úr
Möðruvallaskóla. Hann varð síðar maðurinn minn. Okkur
veittist sú ánægja, að Eiríkur Guðmundsson frá Vallholti
heimsótti okkur að Hnausum, og við rifjuðum þá margt
skemmtilegt upp frá liðnum árum. Eiríkur lézt á bezta aldri
árið 1927.
160