Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 174
SKAGFIRÐINGABÓK
ísilögð Héraðsvötnin raunar þjóðvegur margra Skagfirð-
inga. Eg held, að það hafi verið aukabúgrein sumra manna
að taka að sér flutninga á vörum og jafnvel fólki til og frá
Sauðárkróki. Farið var á sleðum með hest fyrir og var
skemmtilegt ef glærur voru. En gamanið fór af, ef menn
hrepptu vond veður, vegna þess að ekki var auðvelt að rata
á Eylendinu, þar sem kennileiti voru nær engin. Ut yfir tók
þó, ef menn misstu hest ofaní, sem stundum henti. Bót var
þó í máli, að alloft voru fleiri saman í lest og einhverjir
þaulkunnugir. Mjög var misjafnt, hve stórt æki var hægt að
hafa, fór eftir færi. Eg heyrði talað um tíu hestburði ef færi
var gott.
Höskuldur var orðheldinn og ákaflega samvizkusamur
gagnvart öllu, sem hann tók að sér. Meðan hann stundaði
ökuferðir, henti það einu sinni, þegar hann var á heimleið af
Króknum og kominn langt áleiðis, að hann mundi allt í einu
eftir því, að hann hafði gleymt að kaupa litarbréf fyrir konu
í Blönduhlíð. Ekki fór hann þó að eins og Bjössi á mjólkur-
bílnum, heldur sneri tafarlaust til baka að sækja litarbréfið,
þótt það hafi sjálfsagt tafið um marga klukkutíma.
Höskuldur stundaði kaupavinnu á sumrum, sló ákaflega
vel, en yfirferðin var ekki mikil. Þegar Höskuldur var hjá
okkur, átti hann rauðan hest ágætan, sem honum þótti mjög
vænt um og fór eins vel með og efni stóðu til, enda var hann
hlýr drengskaparmaður, vinfastur og hrekklaus. Hann var
heimilisvinur okkar á Egilsá.
Aldrei stundaði sá, er þetta ritar, vetrarakstur sem auka-
búgrein, en fór nokkrar aðdráttarferðir fyrir heimilið og
minnist flestra þeirra með ánægju. I einni slíkri ferð lagði ég
af stað frá Króknum síðari hluta dags og var einn að því
sinni. Farmur sleðans var að mestu trjáviður, sem ég hafði
keypt af Steindóri Jónssyni trjáviðarkaupmanni og smið.
Ofan á voru þó sekkir kornvöru. Þar bjó ég mér sæti, enda
ávallt setið á, ef færi var gott.
170