Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 177
GÓÐIR NÁGRANNAR OG FLEIRA FÓLK
bara, og Mangi svipti mér til á svellinu. Stundum var Mangi
daman, því að ég vildi fyrir hvern mun vera fær í íþróttinni,
þegar á hólminn kæmi síðar meir. En þrátt fyrir einlæga
viðleitni, góðan kennara og óaðfinnanlegt dansgólf, var ég
alla tíð lítill dansmaður, kunni það raunar aldrei, en dansaði
þó svolítið eða skakklappaðist, en aðeins af óviðráðanlegri
kvensemi. Það var eitthvað svo fjarska hreint notalegt að
halda utan um stúlkurnar og hafa þær rétt upp við barminn.
Ymislegt fleira var iðkað í Egilsárbaðstofu en áflog, söng-
ur og spil. Einu sinni gaf Mangi saman hjón og klæddist sér-
stökum skrúða við það hátíðlega tækifæri. Þetta voru þau
Lilja á Tyrfingsstöðum og Albert Tómasson. Mangi tónaði
og blessaði brúðhjónin upplyftum höndum og af mikilli
andagift. Þetta þótti góð skemmtun, brúðhjónum sem öðr-
um. En eitthvað held ég, að brúðkaupsnóttin hafi verið
bragðdauf, því ekki samrekktu brúðhjónin.
Þannig var Mangi til í hvers konar gleðskap, þótt kominn
væri af léttasta skeiði. Hvað okkur snerti virtist aldursmun-
ur ekki skipta máli, enda kynslóðabil óþekkt fyrirbæri á
þeirri tíð. Oft gekk ég á veg með Manga, þegar hann hélt
heim á kvöldin, og stundum héldum við þá ræður, einkum
þó ef við vorum komnir nokkuð frá bæ og enginn heyrði
til. Og þó ræðusnilld og andríki nægði okkur, er ég ekki
viss um, að við hefðum fengið mikið klapp á virðulegum
þingum.
173