Skagfirðingabók - 01.01.1989, Page 186
SKAGFIRÐINGABÓK
heim ári síðar, nýkvæntur. Og aftur fór hann með föggur
sínar til Ameríku aldamótaárið og undi þar hag sínum til
æviloka, 1914.
11
Hér með auglýsi ég undirritaður, að ég, eftir að þessi
auglýsing er komin út, sel við sanngjörnu verði ferða-
fólki allan gestagreiða, án þess að skuldbinda mig til að
hafa allt til, er um kynni að verða beðið. Til leiðbein-
ingar leyfi ég mér að benda á, að þjóðvegurinn liggur
fyrir ofan túnið, en eigi um túnið. Eg mœlist til, að um-
farendur gæti þessa og skaðskemmi ekki túnið fram-
vegis með því að reka um það hross sín eða teyma þau
um það, og má bver og einn búast við, að ég láti ekki
skeytingarleysi í þessu efni afskiptalaust, því að ég fyr-
irbýð þetta hér með.
Ytri-Kotum í Norðurárdal í Skagafirði
22. dag marz 1880
Steingrímur Jónsson
Norðanfari 3. apríl 1880
Steingrímur Jónsson fluttist að Ytri-Kotum árið 1879 og á
blíðu vori auglýsir hann greiðasölu - og hefur þó vaðið fyrir
neðan sig, þreyttur á þeim ferðamönnum, sem einskis virtu
bóndans bú og tróðu niður slægjuna. Orðanna röð og
hljóðan bera vitni skapfestu, reglusemi og íhugun, enda var
Steingrímur enginn vingull. Síðar keypti hann Silfrastaði og
fleiri jarðir og heila afrétt, en naumast fyrir ábatann af
greiðasölu á Ytri-Kotum.
Fremri-Kot eru nokkru innar í Norðurárdal, virt á „45
hundruð krónur" árið 1942. Jónas Hallgrímsson fór þangað
182