Skagfirðingabók - 01.01.1989, Síða 192
SKAGFIRÐINGABÓK
Gísla Jónssyni. Nýskipaður héraðsprófastur var þá síra Pét-
ur Pétursson á Víðivöllum.
Jafnvel þó stiptprófasturinn hafi af héraðsprófastinum
bæði munnlega og líka skriflega verið fyrir rúmum
tíma umbeðinn að hafa á reiðum höndum svo vel þá
vantandi kirkjunnar portionsreikninga, sem aðra
hennar peningum viðvíkjandi, svo biður hann þó enn
um dilation [frest] á portionsreikningunum, og segist
vilja afgjöra þá þegar hann geti því viðkomið, en hér af
flýtur náttúrlega, að engin vissa getur fengist um kirkj-
unnar eign og beholdning, og þessi úttektar forretting
hlýtur því að endast verri en hálfköruð.
Hér uppá eftirspurði héraðsprófasturinn stiptpró-
fastinn, síra Þorkél, hvört hann vildi ekki leyfa að þeir
Herrar rectores gegnum gengi hans pappíra, sem
flækjast á stofuborðinu og víða annarstaðar, til að vita
hvört ekki fyndist neitt í þeim, sem þéna kunni þessari
sök til upplýsingar, og verða bæði kirkjunni til góða
og hönum til forsvars, hvörju hann þverlega neitaði.
Og þar ei verður hér við meira gjört, slúttast þessi út-
tektar forrétting með prófastsins og tilnefndra besigt-
elsismanna nöfnum þann 6. Maii, Anno et Loco ut
Supra.
Pétur Pétursson
Runulfur Jacobsson Arnfinnur Jonsson'
Þess má að lokum geta, að í Þjóðskjalasafni er geymd all-
stór bók, Kirkjustóll Hóladómkirkju 1808-1918.1 2 Þar eru
allar úttektir og visitazíur á þessu tímabili skráðar, og enn-
fremur nær allir ársreikningar kirkjunnar. Þetta er mjög
1 Skjalasafn prófastanna XVII A5, Visitazíubók 1807-1822.
2 Þjóðskjalasafn, Kirknasafn XVII 12 A.
188