Jón á Bægisá - 01.04.1997, Qupperneq 18

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Qupperneq 18
Guðrún Björk Guðsteinsdóttir dýraveiðum á Reykjanesskaga. Eins og oftast í öðrum skáldverka Kristjönu þá nálgast hún efnið frá þremur sjónarhornum: norður- amerísku, íslensku og bókmenntafræðilegu. Hreindýraveiðar við Keili á jólaföstu skömmu fýrir árið 1980 eru ekki líklegar til að valda enskumælandi lesendum vangaveltum, nema þeir þekki þeim mun betur til íslands. Líklegt er að þær stað- festi væntingar tengdar heiti landsins, en ólíklegt er að enskir les- endur viti að hreindýr eru seinnitíðar „landnemar“ á íslandi. Þeim sem lesið hafa smásögu Ernest Hemingways, „The Short Happy Life of Francis Macomber", gæti aftur á móti orðið ljós vísun Kristjönu í þá sögu. Þar eru hjónin Francis og Margaret Macomber á villidýra- veiðum í Afríku í umsjá veiðimannsins Wilson. Þegar særður buffalatarfur virðist í þann mund að reka Francis á hol skýtur kona hans á tarfinn, eftir því sem sögumaður segir, en skotið hæfir mann hennar í sama mund og tarfurinn hlýtur sitt voðasár. Wilson ásakar Margaret samstundis um vísvitandi manndráp, en segist munu stað- festa að þetta hafi verið óviljandi voðaskot. Sjálf sagan undirbyggir þennan dóm, fýrst og ffemst með túlkunum Wilsons, en einnig með því að veiðarnar hafa vakið upp manndóm Francis, sem gæti ógnað yfirráðum Margaretar yfir honum. En sagan sýnir jafnframt að Wil- son á hagsmuna að gæta með því að koma sökinni á Margaret. Hann hefur þverbrotið veiðilög sem kveða skýrt á um að ekki megi nota bíla til veiða og lög sem banna illa meðferð á innfæddum. Wilson gæti því misst lífsviðurværi sitt ef Margaret kæmi upp um hann. Hann lætur ásakanir dynja á henni miskunnarlaust en hún færir eng- in rök sér til varnar. Sagan snýst fyrst og fremst um valdabaráttu kynjanna og í lok hennar er augljóst að Wilson muni geta túlkað atburðarásina að eigin geðþótta við yfirvöld því Margaret hefur lotið valdi hans að fullu. í sögu Kristjönu háttar svipað til í atburðarásinni. Óli kastar frá sér byssunni eftir að hafa sært eitt hreindýr til að elta uppi tarf sem er fótbrotinn, en sá snýst til vamar og ræðst að Óla. Edda kallar til hans að hann skuli forða sér af því hann sé byssulaus og eltir hann með byssuna, en á meðan tekst Óli á við tarfinn af handafli. Þegar Edda nálgast heldur Óli við tarfinn með annarri hendinni en dregur dálk úr lendaslíðri með hinni. í sama mund og Óli heggur í herðakamb dýrsins svo það kiknar hleypir Edda af skoti sem hæfir bæði tarfinn og Óla. Úr því Edda situr inni er ljóst að henni hefur orðið fátt um varnir í túlkun yfirvalda á aðstæðum voðaskotsins, enda er óljóst hvort skotið var í raun ætlað að koma dýrinu eða Óla til bjargar. Helga Kress gerði athugasemd við sögufléttu sem snerist um hreindýraveiðar á Suðvesturlandi í umfjöllun sinni á Icelandic Wrít- ing Today, „Að kynna íslenskar bókmenntir erlendis", og virtist draga þá ályktun að Kristjönu beri ekki að telja meðal íslenskra höf- 16 d Mayydá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1 -1997
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Jón á Bægisá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.