Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 22

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 22
Soffía Auður Birgisdóttir Á mörkunum Þessi grein er unnin upp úr fyrirlestri sem ég hélt á Svövuþingi hjá Félagi áhugamanna um bókmenntir þann 4. júní 1994. I Það er alveg á mörkunum að ég geti haldið því fram að þessi grein mín sé um verk Svövu Jakobsdóttur. Um er að ræða öllu heldur nokkrar hugleiðingar mínar um tungumál og sjálfsmynd og tungu- mál og kyn og hvernig þetta blandast oft á furðulegan hátt saman (svo ekki sé meira sagt) í umfjöllun og skrifum manna um bækur og þýðingar. Og til að hafa nú eitthvað að styðjast við ætla ég að vinna út frá einni smásögu Svövu Jakobsdóttur, sögunni „Fyrnist yfir allt“ úr smásagnasafninu Undir eldfjalli (1989),1 nota hana - og kannski misnota - allt eftir efnum og ástæðum. Nú er það svo að bestu skáldin, og ég tel Svövu Jakobsdóttur óhik- að með bestu skáldum, eru á einhvern hátt gædd gáfu sem erfitt er að skýra en felst einfaldlega í því að þau geta skáldað upp sögur sem á augabragði geta sýnt, útskýrt og tengt saman flókna hluti sem hafa „verið sem bögglað roð“ fyrir brjóstum manna í langa tíð. Þau, skáld- in góðu, hafa með öðrum orðum einhverja innsýn í manneskjuna og heiminn og samspil þeirra, sem þau geta síðan miðlað lesendum sín- um í gegnum tungumálið. Þetta er kannski einfaldlega það sem við köllum innblástur; bestu skáldin eru innblásin einhverjum djúpum skilningi og gædd hæfileikanum til að miðla þeim skilningi til þess sem skilja vill. Þetta hef ég rekið mig á hvað eftir annað: að verða fyr- ir hugljómun á örskotsstundu við lestur góðra bókmennta. Eg geri þetta að umtalsefni þar sem ég varð fyrir einni slíkri hug- ljómun jjegar ég endurlas fyrrnefnda smásögu Svövu fyrir ekki all- löngu. Eg hafði lesið þessa sögu áður, árið sem bókin kom út. Það sama ár flutti ég til Bandaríkjanna þar sem ég lagði stund á fram- haldsnám í bókmenntafræðum um fjögurra ára skeið. Hugljómun mín er þó ekki tengd flutningi milli landa, þótt það sé eitt af aðalvið- fangsefnum umræddrar smásögu, heldur því að í námi mínu lagði ég áherslu á að lesa mér til um kenningar manna um tungumálið og þá aðallega eins og það birtist í bókum; tengsl tungumálsins við sjálfið og tengsl þess við kynið (karlkynið og kvenkynið) og einnig hvernig þessi tengsl tungumáls, sjálfsmyndar og kyns birtast í verkum tví- tyngdra rithöfunda, þeirra rithöfunda sem hafa innsýn í fleiri en eitt tungumál, sjá jafnvel í fleiri heima en einn (og þekkja jafnvel fleiri en einn í sjálfum sér . . .). í fjögur ár las ég hinar aðskiljanlegustu bækur og greinar um þessi mál og önnur þeim skyld (og reyndar 1 Svava Jakobsdóttir. Undir eldfjalli, Forlagið, Reykjavík 1989. Öll blaðsíðutöl vísa í þessa útgáfu. 20 fá/t- á JSaysda, - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.