Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 32

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 32
Garðar Baldvinsson getur þannig átt við söguhetjuna jafnt sem nútímamanninn, einstak- ling í þeirri sundruðu og brothættu veröld sem einkennir það sögu- skeið Vesturlanda sem kennt er við síðkapítalisma. Þegar haft er í huga að bókin kom út árið 1989 gæti myndin af púsluspilinu í hrúgu bent fram á við, til endanlegs falls Berlínarmúrsins og þeirrar tví- bendni sem það hefur leitt til: aukinnar einsleitni samfara aukinni sundrungu. Ferðatöskur á hvolfi Fyrst þegar ég las bók Kristjönu vakti það eftirtekt mína og undrun að sjá íslendinga kallaða hvíta Inúíta (white Inuits) og lesa lýsingar á því hörmulega og frumstæða lífi sem hér var lifað um það leyti sem ég var að alast upp.2 Fannst mér stundum sem verið væri að fjalla um aðra tíma en ég lifði, einkum þegar lýst var vosbúð og kulda, lélegu húsnæði, eða frumstæðu fólkinu. Aðrir hlutar einsog þeir sem lýsa fábreyttu mataræði íbúanna voru ekki jafn mikið undrunarefni þótt bæði ýkjustíls og íróníu gæti í umræðu textans um þá staðreynd að landið sé í miðri matarkistu hafsins en samt hafi allir íbúar þess þurft að líða skort og hungur. Og það hlýtur að koma við kviku þjóð- erniskenndar íslendinga að allt hugvit sé látið koma að utan því þeim virðist aldrei hugkvæmast nein úrræði sjálfum sér til bjargar. Jafnvel faðir söguhetjunnar, jarðfræðingurinn Gunnar Böðvarsson (bls. 55), fær hugmyndina um beislun jarðvarma frá manni í banda- ríska hernámsliðinu á Vellinum (bls. 21). Öll þessi atriði búa til ann- arlega mynd af landi og þjóð, mynd sem íslendingum er ekki tamt að tengja við sjálfa sig. Torvelt er að sjá þessa mynd sem raunsæja, enda tel ég eðlilegast að líta á þjóðlýsingu textans sem þýðingu á textalegu samhengi úr þremur áttum: breskum ferðabókmenntum um Island á 19. öld, söguskoðun íslenskrar þjóðernishyggju og þeirri fjöl- menningu sem einkennir kanadískt þjóðlíf. í þessu samhengi vekur textinn forvitnilegar spurningar um samspil náttúru, landslags og þjóðarímyndar, einkum út frá eftirlendufræðum (á ensku „post- colonialism") sem benda gjarnan á hvernig þetta samspil verður í flóknu þýðingaferli. A þeim nótum vekur textinn jafnframt spurn- ingar um menningarlegar rætur og vensl þeirra við goðsögur og hug- myndafræði. Það eru einkum þrjár ástæður sem réttlæta að ræða The Prowler í tengslum við ferðasögur 19. aldar. í fyrsta lagi er söguhetjan/sögu- maðurinn að takast á við íslenska menningu og sögu úr bæði tíma- legum og landfræðilegum fjarska, þ.e. hún sækir Island heim í hug- anum tveimur áratugum eftir að atburðir sögunnar gerast og kemur frá Kanada til að skoða sig um á sögusviði sem er orðið henni fram- 2 Ég er sex árum yngri en Kristjana. Samkvæmt Guðrúnu Guðsteinsdóttur (1996, 486-7) eru textar Kristjönu oft sjálfsævisögulegir og svipar lífshlaupi hennar og fjölskyldu um margt til þess sem lýst er í The Prowler. fán á Æœyáá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1 • 1997 30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.