Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 56

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 56
William D. Valgardson „Strontium 90,“ svaraði ég fyrir mig. Næsta mánuð fékk ég engan mjólkurmat. Mínum skammti af hrís- grjónagraut, súkkulaðibúðingi og rjómaís - var skipt bróðurlega á milli systkina minna. Sem móðir, sagði Einar, var hún mörgum dyggðum prýdd, en hún var ekki eins fordómalaus og hún hefði get- að verið. Hann las einnig fyrir mig frásögn af réttarhöldunum yfir Sókratesi og dauða hans. Ég held að Einar hafi stundum sett ákveðin rit efst í staflann. Hversvegna hefði ég annars átt að rekast á bréf þar sem Sameinuðu þjóðirnar voru úthrópaðar sem samsæri kommúnista? Veistu til hvers þetta leiðir? Þjóðabandalagið, að beita hernaðarátökum til að leysa deilumál, stofnun borgríkja, þjóðarstolt, iðnaðar- og herveldi, valdajafnvægi og lýsing biblíunnar á heimsendi. Vetrarkvöld eitt þegar við vorum að brjótast heim í snjónum pakksödd af vínartertu og ástarpungum, sagði pabbi: „Hann hugsar of mikið. Það fer með hann. Honum er ekki við bjargandi.“ Hann hristi höfuðið eins og til að gefa í skyn hræðilegar afleiðingar svo mikils hugarflugs. En slík urðu þó ekki örlög hans. Þess í stað lögð- ust vatn og þyngdarlögmálið á eitt um að gera út af við frænda minn. Óvæntar rigningar höfðu hindrað hann í að vinna á ökrunum. Og þótt hann riði hvítu hryssunni hvað eftir annað upp í eikarlundinn til að setja ofan í við guð, hélt áfram að rigna. Þegar sólin braust loks fram lá Einari á að sá í akrana og fór að vinna áður en jarðvegurinn var tilbúinn. Dráttarvélin festist og þegar hann reyndi að losa hana sporðreistist hún og féll ofan á hann. Hann lá úti á akri í tvo daga áður en nágrannarnir fundu hann. Um vorið voru akrarnir hans í órækt. Stundum skaust ég í gegnum runnana, klifraði yfir gaddavírsgirðinguna, fór inn um glugga á bak- hliðinni og sat þar sem ég var kominn, rétt eins og návist mín gæti töfrað hann fram og hann kæmi með skarkala inn um bakdyrnar reiðubúinn að taka upp þráðinn í óloknum rökræðum. Þegar skóla lauk fór ég til Winnipeg og fékk vinnu í vöruskemmu. í júlí seldu for- eldrar mínir jörð Einars manni úr borginni sem leigði hana út en not- aði bæjarhúsið og fjörutíu ekrur sér til gamans. Það fyrsta sem nýja fólkið gerði var að fleygja út öllum bókunum og setja upp sjónvarpsloftnet. Það setti ekki einu sinni bækurnar í kassa heldur sturtaði þeim bara á ruslahauginn. Ég frétti af þessu þegar óg var að borða hamborgara í veitingahúsi Mary. Þegar hér var komið sögu var ég orðinn átján og átti bíl (ekki blæjubílinn gljáandi sem mig hafði dreymt um heldur beyglaðan sjevrólett sem ég hafði getað borgað út í hönd) svo ég ók út að ruslahaugnum. Einhver hafði kveikt í bókunum og eftir var sviðinn stafli. Ég ýtti við honum og tókst að bjarga eitt hundrað og sautján bókum um allt frá ævi dýr- linga til landbúnaðar í Nýju Gíneu. 54 d JSayróá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1 • 1997
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.