Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 59

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 59
Besta helgi ævinnar Kent félagi hans hallar sér frammá hitt borðið og lætur sígarettu- ösku detta yfir stafla af gulum farmseðlum. Mér er kunnugt um brellur Randýs. „Hún nær niðrað hnjám,“ segi ég kuldalega og tek upp heyrnartólið. „Hversvegna þarftu þá að vera í buxum?“ Kent hnussar og drepur varlega í sígarettunni í ferkantaða ösku- bakkanum sem einhver hnuplaði í tóbaksbúðinni á horninu. Ég fer að tala við konu á hinum enda símalínunnar, sem langar að senda svefnsófa til sonar síns - kennara við Snævatn. Randý er búinn að skella kaffikrúsinni á borðið og sníkja sígarettu af Kent sem kveikir í henni fyrir hann. Þegar ég losna úr símanum, brosir Randý til mín og hallar sér að mér. Hann hvíslar svo Kent heyrir ekki til hans: „Vá, hvílík drottning. Maður gæti haldið þú værir að fela gimsteina krún- unnar.“ Með einum fingri strýkur hann mér um kinnina. Þannig er hann. Alltaf tilbúinn að kyssa eða sparka. Og hann heldur manni á varðbergi. Aldrei að vita hvort kemur fyrst. Þó Kent hafi ekki heyrt neitt, hlær hann samt. Hann var enn að hlæja þegar Níkí hringdi í Randý til að spyrja hvort hann gæti kom- ið með hóstameðal, þegar hann kæmi heim úr vinnunni. Randý vildi fá að vita til hvers. (Hún gat ekki náð úr sér kvefinu - allt vorið hafði hún litið út einsog hún væri með alnæmi, og ég var alltaf að segja henni að fara til læknis.) Randý hlustaði þolinmóður. Hann greip ekki frammí fyrir henni eitt einasta skipti. Raunamædd augun skoð- uðu hring á horni pöntunarborðsins. Hann lét hana fara með alla þuluna um hversvegna hún þyrfti meðalið. Hann er með þráðbein bráhár. Geislar síðdegissólarinnar skinu innum opnar lagerdyrnar, þokuðust framhjá hleðslupallinum, innum kámugar rúðurnar á af- greiðslunni og dreifðu því sem eftir var um ermarnar á gatslitnum jakka hans. Hann sagði: „Níkí, ef þú getur sannað mér að þú sért í alvöru veik, og það sé ekki bara útaf þessum sígarettum sem þú reyk- ir, þá skal ég kaupa eitthvað handa þér. En mundu mig um að hringja ekki til mín í vinnuna, er það skilið?“ Hann lagði símtólið á og rigs- aði burt einsog hann væri einhver sjónvarpslögfræðingur sem hefði gengið rækilega frá forhertum glæpamanni. Níkí fær aldrei peninga til eigin nota. Randý er lafhræddur um að hún kynni að fara á bakvið hann. Hann vill hafa fullkomna stjórn á öllu og lætur hana fá peninga til matarkaupa. Það er allt og sumt. Ef hún þarf á einhverju öðru að halda, verður hún að sárbæna um það. Hann slítur henni út með fáránlegum röksemdum sínum. Þessvegna gefst hún yfirleitt upp áðuren hún leggur til atlögu. Satt er það, hann kaupir vikulega handa henni lengju af sígarett- um. Jafnvel þó hún hafi verið að reyna að hætta í óratíma. Hann snertir aldrei hennar sígarettur. Sníkir bara frá öllum öðrum. Ég hef áttað mig á, að vandamál Randýs er það, að hann þolir eng- d Æagtóiá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 57
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.