Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 60

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 60
Martha Brooks an sem hefur meiri stæl en hann. Og það felur í sér nálega alla sem uppi eru héðan og til plánetunnar Sirkons. Síðdegis á laugardögum fer ég yfirtil Níkíar til að gæta Kristelar litlu. Ég tek aldrei neitt fyrir það. Ég bara geri það við og við. Ef hún missir vitið, vil ég ekki hafa það á samviskunni. Þegar ég kem í íbúðina er Níkí ferðbúin í þröngum, upplituðum, svörtum gallabuxum, hælaháum stígvélum og kögraða, svarta leður- jakkanum sem Randý gaf henni í jólagjöf. Fölt, magurt andlitið er málað einsog á einhverri mellu í Albertsstræti. Að jafnaði spyr ég hana aldrei hvert ferðinni sé heitið, en stundum læt ég hana fá pen- inga svo hún geti farið í bíó eða fengið sér hádegissnarl, hvað sem vera skal. Ég treð bara fimm- eða tíu-dala seðli í vasa hennar, svo hún fari ekki að þrátta við mig, og þarvið situr. Ég veit ekki hvort ég vildi heldur sjá hana einsog hún er dagsdag- lega - bliknuð mús - eða einsog hún er í dag. Augun eru hörkuleg og glóandi. Hún drepur í sígarettu á lárperujurtinni sem hún hefur ver- ið að hlynna að, og hún gerir sér ekki einusinni það ómak að þakka mér fyrir að koma. Eða kyssa Kristel. Ekkert. Rýkur bara útum dyrn- ar og smellir beinaberum fingrunum. Ég heyri þungt stígvélahljóðið niðreftir hljóðbærum stigaganginum, áðuren ég get lokað dyrunum. Ég átti ekki mikið af skotsilfri aflögu þessa vikuna, afþví ég er að safna mér fýrir dálitlu. En það hafði verið ætlun mín að víkja að henni minnst tveimur dölum. Kristel verður tveggja ára í næsta mánuði og minnir á systur mína sem dó fýrir sjö árum þegar ég var tíu. Það er hvernig hún verður mjög vökul þegar hún heyrir snöggan hávaða og lítur á mann sínum björtu, brúnu augum. „Hvað er þetta?“ segir hún. Bíll. Vörubíll. Hjúkrabíil! Hún er svo sniðug, talar í heilum setningum. Og það er afskaplega auðvelt að skilja hana. Við leikum okkur með Fisher- Price-þorpið sem Níkí fann á flóamarkaði Hjálpræðishersins og keypti fyrir dalina fimm sem ég gaf henni einn laugardag fyrir nokkrum mánuðum. Flestir kubbanna eru týndir, en samt er hægt að byggja. Það minnir mig á þorp sem ég átti þegar ég var krakki. Mamma fleygði því burt eitt skiptanna þegar við vorum að flytja bú- ferlum. Þá var ég sjö ára, og ég hef aldrei fýrirgefið henni það. Kristel gerir „hjúkrabíl" úr póstvagninum. Við erum aðeins með þrjár fingurbrúður úr tré. Svarti tannlæknirinn verður læknirinn. Póstburðarkonan er hjúkrunarkona hans. Hundur Fisher-Price- fjölskyldunnar er „Smábarnið" sem er með slæman hósta - einsog Mamma. Kristel framleiðir hóstahljóðin. Sokkarnir eru að renna frammaf tánum á henni. Hún leggur Smábarnið til svefns á brúninni á slitnum sófa Randýs og Níkíar. Hún hallar höfðinu á púðann, lygn- ir augum, lýkur þeim upp, sópar Smábarninu af sófanum og segir: „Nú er allt orðið betra.“ Brosandi skjögrar hún yfirtil mín og sýnir 58 Jfaá á J&apáá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.