Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 63

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 63
Besta helgi ævinnai að gaurar einsog Randý og pabbi minn og aðrir muni aldrei breytast, sama hversu mörg loforð þeir gefi eða hversu margar ryksugur og leð- urjakka þeir kaupi. Það verði ævinlega sama sagan. Aðuren yfir ljúki komi þeir því inn hjá okkur að við séum einskis virði. Einsog skítur- inn. „Jæjaþá," segir Níkí, þegar ég er orðin uppgefin og hef sest við hliðina á henni. „Svo þér finnst ég eigi bara að taka mig upp?“ Hún drepur í sígarettunni í öskubakkanum. „Ég hef sparað slatta af pen- ingunum sem þú hefur gefið mér.“ Hún þagnar og kveikir í annarri sígarettu. Skyndilega verður mér ómótt. Ég hef gert þennan skelfilega hlut, sjáiði til. Ég bý yfir þessu hræðilega leyndarmáli sem enginn veit um nema Randý og ég. Ef ég segi henni það, hættum við að vera vinkon- ur. Og mér þykir vænt um hana. Hún er einsog ein af fjölskyldunni. Þetta verður allt svo ruglingslegt. Það varðar það sem við vitum og það sem við vitum ekki um ástina. Það varðar dána systur mína sem pabbi sá ekki sólina fyrir, meðan hann fór svo illa með okkur hinar. Það varðar spurninguna hvernig hvert og eitt okkar lærir að elska á réttan hátt og láta ekki ævinlega gabbast af gaurunum sem valda okk- ur vonbrigðum æ ofaní æ. Níkí horfir á mig sínum kaldranalegu augum, svo björtum og hvössum að þau eru einsog litlir hnífar sem flysja sál mína, og hún segir: „Rakel, ég fór á umferðarmiðstöðina og var næstum búin að kaupa farmiða, skal ég segja þér. Og geturðu giskað á hvert ég ætlaði með honum?“ Ef ég segi henni frá Randý og mér, mun hún skilja þeim mun bet- ur að hún verður að fara frá honum. En hvernig get ég sagt henni að ég hafi gert það versta sem hugsanlega er hægt að gera bestu vinkonu sinni? Það var ekki svo, að ég elskaði hann eða neitt í þá veru. Ég hafði átt mjög erfiðan dag. Hann virtist vera vinsamlegur, aldrei þessu vant. Það er gildran, sjáiði til. Að trúa þeim þegar þeir eru bara að látast, svo maður geri það sem þeir ætlast til. „Ég var næstum lögð á stað til Boissevain, Rakel. Ég hefði getað farið á puttanum þaðan til Peace Garden. Þrjátíuogtveir dalir báðar leiðir. Tuttugu dalir aðra leiðina. Manstu sumarið þegar við vorum tólf ára og afi ók okkur alla þessa löngu leið til Winnipeg? Við lágum í tjaldi yfir helgina. Vorum um kyrrt hjá vatninu, ég er búin að gleyma nafninu." „Vilhjálmsvatn: Skjaldbökufjall. Og svo dó hann frá okkur strax mánuðinn eftir.“ „Hann var sá besti. Við veiddum tvo fiska og átum þá.“ „Þú brenndir þig á hendinni. Hann sagði okkur sögur til klukkan eitt eftir miðnætti, svo þú hættir að hugsa um hvað það var sárt.“ „Það var besta helgi ævinninar. Ég er enn með örið til sanninda- á Æœyóiá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.