Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 64
Martha Brooks
merkis.“ Hún skoðar á sér úlnliðinn neðanverðan, örlítið rautt ör í
lögun einsog dropi.
„Hvað ætlaðirðu að gera þegar þú kæmir þangað, Níkí? Hvenær
ætlaðirðu að koma aftur?“
„Ég var ekki með neinar fyrirætlanir." Hún lítur út einsog lítil
telpa í þessari andrá. Bara ekki litla stúlkan sem hún var einusinni.
Heldur einhver önnur. Ókunnug.
„Kannski," segir hún og gaumgæfir mig, „kannski hefði ég ekki
komið aftur.“
„Þú ert komin aftur, Níkí,“ segi ég blíðlega. „Þú mundir aldrei fara
frá henni Kristel."
„Það er heilmargt sem við mundum aldrei gera. Sverja að við
mundum aldrei gera. Samt gerum við það. Er ekki svo, Rakel?“ Hún
nuddar dropann hægt. Um stund hverfur roðinn og verður hvítur
einsog hin húðin, en kemur svo aftur fljótandi.
„Níkí, ég sver það.“ Eg vef hana örmum og held henni þétt að mér
svo hún geti ekki slitið sig lausa. „Það var ekki neitt sem ég ætlaði
mér að gera.“
„Ég veit það,“ segir hún og röddin er rám einsog hún sé í þann
veginn að bresta innra með sér. „Ég er enginn kjáni.“
Á frummálinu heitir sagan The Best Weekend of my Life.
Sigurður A. Magnússon íslenskaði.
62
j%>>/ d JSapáá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997