Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 73

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 73
Næturlest til Barcelona honum inn. Það tekur hann aðeins andartak að komast að því að þér lætur enskan betur en franskan og hann fyllist ákefð og gleði. Hann er á leið á enskunámskeið í Perpignan. Hann langar að tala. í Beaumont-Hamel er ekkert að segja. Stytta af elgi skjögrar til himins upp úr grjóthrúgu. Hún ætti að vera hlægileg en er það ekki. Hún er hlaðin sársauka og, andstætt öllu sem þú átt von á, virðu- leika. Enginn er neinsstaðar nærri. Verkamennirnir fóru rétt í því að þig bar að, gengu í einfaldri röð upp úr gröf, héldu á skóflum og hríf- um og matarskjólum. Þrír menn sem þrömmuðu með eitthvað sem líktist djúpri undirgefni. Verkfæri þeirra virtust frá miðöldum líkt og frumgerðirnar sem hrífur og skóflur þróuðust upp úr. Ljós Parísar flökta hjá gluggum næturlestarinnar til Barcelona og ungi verkfræðingurinn heldur áfram að mala. Hann er yfirverkfræð- ingur í rafeindafyrirtæki. Hann segir „yfir“ með nokkurri áherslu. Hann hefur aldrei komið til Ameríku en verður að fara þangað fljót- lega vegna starfs síns. Þess vegna þarf hann að bæta sig í ensku. Þú fylgist ekki með. Þú ert að reyna að fá botn í hvort þú eigir, seinna, þegar þú kemur til baka, að dveljast í Amiens eða Arras. Ættirðu að leigja bíl og aka út á vígvöllinn eða verða rútur, sérferðir? Ungi verk- fræðingurinn er að segja konunni þinni frá konu sinni og börnum. Konan hans er frá Normandí, segir hann. Hann virðist halda að til sé einhver almennur skilningur á hinu sérstaka eðli Normanna sem þú átt að eiga hlut að. í Beaumont-Hamel gengurðu meðal leiðanna. „Hermaður í Stríð- inu mikla,“ segja þau, „Kunnugur guði.“ Stundum eru nöfn og aldur tilgreind. Átján. Nítján. Tuttuguogþriggja. Grafreiturinn er fullur af börnum. Þú ferð umhverfis svæðið og fylgir nákvæmu deiliskipulagi leiðanna. Þú mætir konunni þinni sem kemur úr hinni áttinni og þið fallist klunnalega í faðma en faðmlagið veitir enga huggun og þið skiljist að. Verkfræðingurinn ungi vill vera kurteis. „Það er hægt að sofa,“ segir hann og klöngrast upp í efri kojuna. Konan þín fer að gera neðri kojuna sína klára, beint á móti þér. Óskammfeilinn opnarðu nýjan bjór. Þó þú ættir að vera kominn langt út í sveit flökta ljósin enn úti fýrir eins og París haldi áfram endalaust. Þú dregur tjaldið niður. Þú læsir dyrunum. Þú hefur verið varaður við þjófum sem úða gasi inn í klefann. Þeir ræna þig meðan þú ert meðvitundarlaus. Frásögnin virðist hlægileg og þú blygðast þín fyrir að hafa læst dyrunum en þú tekur ekki lásinn af. í dögun 1. júlí 1916 gáfu breskir liðsforingjar merki um að gera árás. Orustan um Somme var hafin. Þú sérð uslann sem þungar byss- urnar gerðu. Það er erfitt að sjá hvar einn gígurinn endar og sá næsti byrjar. Þjóðverjarnir hljóta að hafa verið hinum megin, óhultir í djúp- um skotgröfum. Þegar sprengjuregninu lauk klöngruðust þeir upp að HVAT? TALA THU ISLENZKU? 71
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.