Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 77

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 77
Minningar urn súkkulaðisósu hyglina að geirvörtunum og minntu á nautsaugu á þessum þungu, þrýstnu miðpunktum. Skyldi það hafa verið í þetta sinn, hugsar Kate fullorðin, minnug þess hvernig hún, þessi yngri Catherine, þetta forvitna barn breytt- ist, að ég ákvað að mig langaði að hafa stór brjóst? Hún tekur hrygg um brjóstin, sem eru eins og óþroskaðar perur á sterklegum brjóst- kassanum. Hún minnir sjálfa sig á að Tom hafði verið hrifinn af brjóstum hennar, en það eru ósjálfráð varnarviðbrögð hennar sem hughreysta hana ekki neitt. Henni finnst líkami sinn ekki hafa neinn tilgang nú þegar hendur hans eru ekki lengur til. Nú situr hún svona klukkustundum saman, fetar sig um endur- minningarnar, virðir fyrir sér fortíð sína. Catherine spurði ekki hver ætti myndirnar, ósjálfrátt meðvituð um að þær yrðu teknar af henni ef hún gerði það. Lengi velti hún því aldrei fyrir sér. Enginn virtist eiga það sem var á háaloftinu. Catherine leit á það sem birgðageymslu, safn hluta til að skoða, leggja frá sér, eða taka fram á ný í góðu tómi. Þarna voru hljómplöt- ur, næstum þumlungsþykkar; barnaföt, saumuð af ástúð með bróderuðum gleyméreiblómum; kassar með efhum, sum höfðu verið klippt í ferninga og byrjað á bútasaumsteppum, en þau lögð til hlið- ar, sum í stærri bútum, fölnaðir afgangar af rauðu flaueli, fjólublátt taft, bleikt organdí. Bestar voru þó nöktu konurnar. Þær þurfti að skoða lengi í munúð og spenningi, og alltaf fylgdi þessi einkennilegi sælufiðringur innra með Catherine. Það hlýtur að hafa verið næsta ár sem Catherine tók eftir örsmáu upphafsstöfunum í einu horni allra myndanna. Blómstrandi J var bakgrunnur íyrir K málað með engu minni krúsidúllum: JK Nú, hver var JK? Ein skissan hafði að geyma lausnina. Nafnið Jóhann skýrar krotað skar loks úr því. JK var Jóhann Kristjánsson, Jóhann frændi Catherine, lyfsalinn. Hann var ekki beint blómstrandi núna. Hann handfjatlaði lyfseðla allan sólarhringinn, afgreiddi samviskusamlega meðölin sem íbúar Gimli þörfnuðust, því hann var eini apótekarinn í bænum. Það gat ekki verið. Catherine gat ekki ímyndað sér að Jóhann frændi hefði málað allar þessar myndir af nöktum, brjóstastórum konum. Hann virtist æðrulausastur og órómantískastur af frændum hennar þrem, sem allir voru þó fámálir. Hann sagði „halló“ mjög ákveðið, eins og þar með væri samtalinu lokið og því var lokið. Hann hafði ekkert meira að segja og Catherine datt aldrei neitt í hug til að segja við hann. Hann kunni einn hrekk. Stundum lagði hann olnbogann á öxl hennar eftir að hafa sagt halló og hélt síðan áfram að styðja sig þannig þangað til henni fannst hún vera að borast niður í jörðina. Yfirleitt líkaði henni ekki þessi hrekkur. Hún kaus heldur að sjá jjkv d 38œydd - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.