Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 80

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 80
Betty Jane Wylie velti því fyrir sér hvort Jóhann hefði gert það. Sigga frænka kom aldrei nálægt lyfjabúðinni. Hún var í megrun, tók námskeið í snyrt- ingu og auknum persónuþroska í bréfaskóla, þótt Catherine gæti aldrei séð að hún breyttist neitt að ráði. Sigga brosti mikið, talaði enn meira og bakaði dýrlega vínartertu (ekki þó eins góða og amma). Brjóst hennar voru ótrúlega mjúk. Catherine vissi þetta því að þegar Sigga frænka faðmaði hana að sér í sumarbyrjun og sumarlok, þegar Catherine kom og þegar hún fór frá Gimli á hverju ári, þá voru brjóst Siggu eins viðkomu og dúnsængin hennar heima, þykk og ólgandi, en stinnari en dúnninn. Líkari sykurkoddum, ákvað Catherine og velti því fyrir sér hvort þau væru eins á bragðið og sykurkoddar. Örugglega ekki eins og súkkulaði. Sigga frænka var alveg ljóshærð og með hvíta húð. Örugglega með vanillubragði. Eftir að hún trúlofaðist, fór Kate með Tom til Gimli til að kynna hann fyrir móðurfólki sínu. Þó var það fremur söguskoðunarferð. Hún fór með hann norður á ströndina þar sem hún hafði oft borðað grillaðar pylsur með vinum sínum og sagði honum frá fyrsta kossin- um og hvernig höfuð hennar hafði hvílt á poka af pylsubrauðum og það hafði verið sinnepsbragð úr munni piltsins. Tom kyssti hana svo hann yrði hluti af minningunni. Hún fór með hann að skálanum í almenningsgarðinum þar sem dansleikir höfðu verið haldnir í hverri viku. Hann var læstur en þau gengu í kringum timburskálann sem var fremur tilkomulítill í samanburði við garðskálana fyrir austan. Kate sagði Tom hvað hún hefði orðið hissa á hávaðanum á fyrsta dansleiknum sem hún fór á barn að aldri með Siggu frænku. (Jóhann frændi fór aldrei út.) Fóta- tak dansfólksins barst niður götuna og yfirgnæfði næstum hvininn í harmónikkunni og ískrið í fiðlunni. Það hljómaði, hafði Catherine fundist, eins og verið væri að draga eitthvað hvað eftir annað, von- leysislega, fram og aftur yfir gróft fjalagólf. „Draga er rétta orðið,“ sagði Tom. Kate verður að játa að honum fannst aldrei gaman að dansa. Hún sýndi Tom gamla húsið, þar sem fjölskyldan hafði búið einu sinni, en sem var nú löngu búið að selja og meira að segja flytja af upprunalegu lóðinni í tveggja húsa fjarlægð frá stóra hvíta húsinu þar sem afi hennar og amma höfðu búið og Lorna frænka og Hans frændi bjuggu núna. Hún dró hann upp á háaloftið, þar sem nú var enn meira af kössum, en kom hvergi auga á þrívíddarmyndsjána eða málverk Jóhanns frænda. Hún sagði honum frá nöktu konunum hans Jóhanns og fiðringnum sem hún hafði fundið í lendunum þegar hún starði á brjóstin á þeim og Tom sneri henni frá sér, hneppti frá blúss- unni, tók brjóst hennar í hendur sér og strauk geirvörturnar með lóf- unum þar til hún fann gamalkunna tilfinninguna í lendunum og sneri sér við, þrýsti sér að honum, tók um háls hans, dró andlit hans 78 d Jföœyáá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Jón á Bægisá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.