Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 83

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Side 83
Kristjana Gunnars Svefnleysi Hann lá í litlu rúminu og gat ekki sofið. Það var nánast aldimmt í þröngu herberginu því lítið af tunglsljósinu sem sennilega var úti barst inn um gluggann. Hann vissi að það var heiðskírt. Síðasta verk hans áður en hann gekk til náða var að fara út. Hann stóð á pallinum með hendur í vösum og horfði út í nýrökkvað kvöldið. Þetta var snemma vors. Hitinn í loftinu var eins og hönd sem strauk honum blíðlega eftir harðan veturinn. Allan snjó hafði tekið upp. Hann hafði þörf fyrir þessa stund - þessar mínútur úti á pallinum á síðkvöldum. Börnin voru þá komin upp og í rúmið, öll fjögur. Öldruð móðir hans var í sínu herbergi. Hún fór snemma í rúmið, fullyrti að hún hefði ekki krafta til að vera á fótum eftir kvöldkaffið. Hún eyddi dögunum í að spinna. Engin furða þótt kraftana þryti, að sitja þannig stíf klukkustundum saman á hverjum degi. Og á þessum harða stól. Konan hans kom út og stóð við hlið hans á pallinum. Hún sagði ekkert, stóð þarna aðeins. Hún sagði aldrei neitt. Satt að segja talaði hann fyrir þau bæði. Hún var góð kona, en fremur fámál. Við hverju var líka að búast af konu sem átti fjögur börn og eitt þeirra sein- þroska. Það var annað mál, hugsaði hann. Allt annað mál. Hann hlustaði á rólegan andardrátt konu sinnar. Húsið svaf. Svo virtist sem jafnvel viðurinn í veggjunum svæfi. Hann tók varlega af sér ábreiðuna og fikraði sig með hægð fram úr rúminu. Það brakaði í tré- rúminu. Konan rumskaði aðeins, sneri sér á hina hliðina og sofnaði aftur. Hann fór á fætur, greip sloppinn sem lá á stólnum og fór í hann. Hann vék til hliðar tjöldunum sem skildu svefnherbergið frá lesstof- unni, dró þau fyrir aftur og læddist á inniskónum út að glugganum. Nú sá hann að nóttin var tunglskinsbjört. Stjörnur glömpuðu á himninum eins og daggardropar. Hann átti þægilegan leðurstól við gluggann og fékk sér þar sæti. í honum eyddi hann venjulega mikl- um hluta næturinnar. Oft las hann. Fyrir aftan stólinn var stór bóka- skápur og þar átti hann enn margt ólesið. Gjafir. Guði sé þökk fyrir góða vini. Svefnleysi truflaði hann ekki lengur, eins og þegar hann var ung- ur. Þá var hann hræddur við myrkrið. Hvað olli því að hann var hræddur við myrkrið? Álfar, tröll? Búálfar? Draugar? Ef til vill draug- ar. Þetta voru allt ímyndanir og ekki einu sinni gagnlegar. Nei, en nú var hann næstum glaður að vera andvaka. Það gaf honum frið. Myrk- an, einmanalegan frið. Auðvitað var hann þreyttur, sá var gallinn við svefnleysi. En því eldri sem hann varð, því minni svefn virtist hann þurfa. Það var eitt d Jföapáá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 81
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Jón á Bægisá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.