Jón á Bægisá - 01.04.1997, Blaðsíða 84
Kristjana Gunnars
af góðverkum náttúrunnar. Svo var sársaukinn. Hann var verstur,
hann mátti missa sig. Sársauki í meltingarfærunum sem kom í veg
íyrir að hann slakaði á. Kannski hefur sársaukinn sér það þó til máls-
bóta að hann heldur fólki á verði. En á verði gagnvart hverju? Það var
nú ekki eins og hermenn væru handan við næsta hvarf og nálguðust.
í gluggakistunni fyrir framan hann voru ýmsir minjagripir úr ferð-
um sem hann hafði farið. Þar var penni, gjöf frá vini hans í Manitoba
sem var að reyna að vera rithöfundur. Glas frá öðrum vini sem var að
reyna að vera ritstjóri. Haha! Hann var ekki yfir það hafinn að gera
að gamni sínu við sjálfan sig í næturkyrrðinni meðan fjölskyldan
svaf. Raunar var Jón bara góður ritstjóri, þegar allt kom til alls. Jafn-
vel þótt hann hefði neitað að birta síðasta leirburðinn sem hann
hafði sent honum.
Hann kveikti á litla lampanum við hillurnar. Það var gott að dreifa
huganum með því að glugga í hugsanir einhvers annars, hugsaði
hann og lauk upp glerhurðinni að bókaskápnum. Hann dró fram
þykka bók sem hann hafði nýlega fengið frá vini sínum - verkfræð-
ingi í Chicago. Ritverk Sir Walters Scott. Hann settist aftur í leður-
stólinn og opnaði bókina þar sem bókamerkið var.
Þessi maður, þessi Walter Scott var ótrúlepa margorður. Hann óð
elginn eins og hann hefði endalausan tíma. Arin líða, andlitið verð-
ur hrukkótt, hárið gránar, útlimir stirðna og verða beinaberir. Hjart-
að slær örar, meltingarfærin neita að starfa. Nei, lífið er ein samfelld
afturför frá hátindi fáfræðinnar. Ekki eins og þetta nútímaskáld,
Bandaríkjamaðurinn T.S. Eliot. Sá var nú torskilinn, hann var enn
ekki alveg kominn upp á lagið með að lesa verk hans.
Skinið frá lampanum var dauft, en þegar það bættist við ljósið sem
barst inn um gluggann varð lesbjart inni. Of mikið ljós var óþarft.
Það kynni að skína gegnum þunn tjöldin sem voru á milli hans og
eiginkonunnar. Hún gæti vaknað og þá yrðu þau bæði þreytt næsta
morgun. Það var nóg að annað þeirra svæfi ekki. Einhver þurfti að
halda hlutunum gangandi.
í hvert sinn sem hann fletti við blaði var eins og þruma ryfi nætur-
kyrrðina, svo alger var hún. Andardráttur hans sjálfs virtist of hávær,
flautið í nösunum heyrðist allt of vel á nóttu sem þessari. Hann leit
upp úr bókinni og starði út í tómið. Ef til vill ætti hann að hripa nið-
ur eitt ljóð til, hugleiddi hann. Nei, ekki núna. Þau voru orðin allt of
mörg. Þetta var að fara úr böndunum og þar að auki neitaði Jón að
birta þau. Þessu verður að ljúka, hugsaði hann.
í miðjum þessum tilgangslausu draumórum, heyrði hann barið
létt á gluggann. Var hann að dreyma? Aftur var barið og í þetta sinn
með fingurgómum á glerið. Hann stóð upp og gægðist út. Jú, nema
hvað, hann sá andlit og hönd sem veifaði til hans. Hver gat þetta ver-
ið? A þessum tíma sólarhrings.
82
á Æayáá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997