Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 85

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 85
Svefnleysi Varlega opnaði hann dyrnar að lesstofunni, lokaði á eftir sér og læddist yfir timburgólfið í borðstofunni. Hann opnaði hægt forstofu- dyrnar og steig út á pallinn. Þar var Tómas, vinur hans úr þorpinu, sem gekk til hans frá glugganum. Var hann meiddur? Nei, aðeins svo- lítið álútur. Tómas tók um öxlina á honum. „Við vissum að þú værir vakandi,“ hvíslaði gesturinn. „Þú ert alltaf vakandi. Við þurfum að deila dálitlu með þér.“ Um leið og maðurinn sagði þetta hélt hann á lofti viskípela sem komið var borð á. „Fáðu þér einn, gamli minn,“ hvíslaði Tómas og rétti honum fleyginn. Hann stóð á sloppnum á pallinum um hánótt andspænis manni með fleyg og gat ekki varist hlátri. Hann leit um öxl til að fullvissa sig um að útidyrnar væru lokaðar. Síðan tók hann við fleygnum. „Þú ert svo sannfærandi," sagði hann og tók vænan slurk úr pel- anum. „Hefur þér nokkurn tíma dottið í hug að fara út í pólitík?“ „Komdu með okkur,“ hvíslaði Tómas ákveðinn. „Við erum þrír hinir tveir eru þarna fyrir handan á milli trjánna. Það eru ég, Jónas og Karl. Við ætlum að heimsækja Edward á næsta bæ og fara svo til Reynis.“ Hann lagði fingurna á varir Tómasar og sussaði á hann. „Við skul- um sjá til,“ hvíslaði hann. „Bíddu hérna og hreyfðu þig ekki.“ Að svo búnu opnaði hann dyrnar og læddist aftur inn í lesstofuna. Þar fann hann víðar buxur sem hann fór í utan yfir náttfötin og brá axlaböndunum yfir herðarnar. Síðan tók hann jakkann af snaganum, fór í hann og setti upp hattinn, sem hann gekk alltaf með. Berfættur laumaðist hann út aftur og lokaði hljóðlega á eftir sér. Við útidyrnar brá hann slitnum skóm á kalda fæturna og eftir nokkrar mínútur var hann aftur kominn út á pallinn. Tómas gekk á undan honum niður stíginn og inn á milli trjánna sem voru á landamerkjum jarðarinnar. Þar voru hinir tveir og höll- uðu sér upp að trjástofni. „Þarna eruð þið, unglingarnir," sagði hann í kveðjuskyni. Þeir svöruðu með hlátri og réttu honum fleyg. „Það kom áfengissending með skipinu,“ sagði Jónas. „Við gátum ekki geymt hana, það var útilokað. Við biðum lengi eftir þessari pöntun.“ „Komum okkur burt héðan,“ sagði hann óþolinmóður og stuggaði við vinum sínum. Þeir gengu í einfaldri röð út á veginn og þegar þeir voru komnir dágóðan spöl frá bænum tóku þeir lagið. Þeim tókst ekki að vekja Edward. Sumpart var það vegna þess að ekki var hægt að komast að svefnherbergi hans utan frá. Þeir sáu að ekki tækist að fá hann með, nema með því að fara inn og draga hann fram úr rúminu. Þegar þeir höfðu gefist upp fóru þeir með háreysti til næsta bæjar þar sem Reynir átti heima. Þar var ljós og af því að fást, á .ífiayríá - HVAT? TALA THU ISLENZKU? 83
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.