Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 86
Kristjana Gunnars
Reynir bjó einn var lítið mál að banka uppá og bjóða honum að slást
í hópinn. Þeir stilltu sér upp fyrir utan gluggann og sungu „Hraustir
menn“ einum rómi þangað til Reynir kom út og bauð þeim inn. Það
sem eftir lifði nætur sátu þeir við borðið hjá Reyni og luku sex fleyg-
um af viskíi og öllu því sem þeim lá á hjarta.
Klukkan hálf fimm tilkynnti hann að nú væri kominn tími til að
fara. Senn var komið að mjöltum og gegningum. Hann kvaddi vini
sína, sem raunar voru sem óðast á förum, og gekk áleiðis yfir túnin í
átt heim til sín. í austri bjarmaði af degi. Ljósrautt, appelsínugult,
síðan bleikt, þá blátt. Dökkblátt, ljósblátt, blágrænt. Hann gekk
óstöðugum fótum en markvisst. Það var kul - eins og alltaf þegar
hann var á heimleið um þetta leyti morguns.
Hann gerði fyrstu morgunverkin áður en hann fór inn. Hann fyllti
jötur kúnna og talaði við þær hverja og eina, bauð þeim góðan dag og
tautaði fyrir munni sér. Svo fór hann inn í húsið, skildi skóna eftir
úti á pallinum þar sem þeir höfðu staðið, hengdi jakkann aftur á
snagann ásamt hattinum. í lesstofunni fór hann úr buxunum og lagði
þær aftur á stólinn. Það var enn kveikt á lampanum - hann hafði
gleymt að slökkva. Hann gerði það og læddist síðan inn fyrir tjöldin,
fór upp í rúmið og steinsofnaði.
Um klukkustundu síðar vakti konan hann. Hann var ófús að vakna
svona nýdottinn út af. Hann opnaði augun til hálfs og heyrði óljóst
að hún sagði eitthvað. Hún rétti honum bolla af heitu kaffi. Hann reis
upp við dogg, tók bollann og drakk úr honum. Hann hallaði sér upp
að höfðagaflinum. Nýr dagur. Enn einn dagur. Höfuðið var blýþungt
og hver taug þanin í líkama hans.
Hann heyrði börnin hrópa og kalla í eldhúsinu. Þau voru að rífast
um smjörklípu. Gamla konan, móðir hans, var að koma frá að sækja
vatn í brunninn. Einn af drengjunum hljóp út og amman kallaði á
eftir honum hárri gamalmennisröddu. Konan hans stóð í dyrum les-
stofunnar til að koma í veg fyrir að eitthvert barnanna ryki þangað
inn og vekti hann. Hann lokaði augunum. Hann svimaði. Konan birt-
ist á milli tjaldanna með bunka af þvotti í höndunum. Hún beygði
sig niður og lagði hann á kistuna undir glugganum. Hún rétti sig upp
aftur og leit á hann þar sem hann lá í hnipri í rúminu, hálfsat og hálf-
lá, með höndina á kaffibollanum við hlið hans. Hann leit á hana á
móti með annað augað opið og hitt lokað. Já, hugsaði hann með sér,
það hlaut að vera stækur viskíþefur í herberginu.
„Hvernig svafstu?" spurði hún blíðlega.
„Jú!“ sagði hann, „í þetta sinn svaf ég eins og steinn."
„Gott,“ sagði hún og kinkaði kolli. „Gott.“
Hún fór aftur út úr herberginu. Hann reyndi að safna kröftum til
að fara fram úr. Eflaust var til nýbakað brauð í eldhúsinu. Auðvitað
vissi hún allt, hugsaði hann, auðvitað. Þessar konur segja aldrei
84
á J&ayáiá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997