Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 86

Jón á Bægisá - 01.04.1997, Síða 86
Kristjana Gunnars Reynir bjó einn var lítið mál að banka uppá og bjóða honum að slást í hópinn. Þeir stilltu sér upp fyrir utan gluggann og sungu „Hraustir menn“ einum rómi þangað til Reynir kom út og bauð þeim inn. Það sem eftir lifði nætur sátu þeir við borðið hjá Reyni og luku sex fleyg- um af viskíi og öllu því sem þeim lá á hjarta. Klukkan hálf fimm tilkynnti hann að nú væri kominn tími til að fara. Senn var komið að mjöltum og gegningum. Hann kvaddi vini sína, sem raunar voru sem óðast á förum, og gekk áleiðis yfir túnin í átt heim til sín. í austri bjarmaði af degi. Ljósrautt, appelsínugult, síðan bleikt, þá blátt. Dökkblátt, ljósblátt, blágrænt. Hann gekk óstöðugum fótum en markvisst. Það var kul - eins og alltaf þegar hann var á heimleið um þetta leyti morguns. Hann gerði fyrstu morgunverkin áður en hann fór inn. Hann fyllti jötur kúnna og talaði við þær hverja og eina, bauð þeim góðan dag og tautaði fyrir munni sér. Svo fór hann inn í húsið, skildi skóna eftir úti á pallinum þar sem þeir höfðu staðið, hengdi jakkann aftur á snagann ásamt hattinum. í lesstofunni fór hann úr buxunum og lagði þær aftur á stólinn. Það var enn kveikt á lampanum - hann hafði gleymt að slökkva. Hann gerði það og læddist síðan inn fyrir tjöldin, fór upp í rúmið og steinsofnaði. Um klukkustundu síðar vakti konan hann. Hann var ófús að vakna svona nýdottinn út af. Hann opnaði augun til hálfs og heyrði óljóst að hún sagði eitthvað. Hún rétti honum bolla af heitu kaffi. Hann reis upp við dogg, tók bollann og drakk úr honum. Hann hallaði sér upp að höfðagaflinum. Nýr dagur. Enn einn dagur. Höfuðið var blýþungt og hver taug þanin í líkama hans. Hann heyrði börnin hrópa og kalla í eldhúsinu. Þau voru að rífast um smjörklípu. Gamla konan, móðir hans, var að koma frá að sækja vatn í brunninn. Einn af drengjunum hljóp út og amman kallaði á eftir honum hárri gamalmennisröddu. Konan hans stóð í dyrum les- stofunnar til að koma í veg fyrir að eitthvert barnanna ryki þangað inn og vekti hann. Hann lokaði augunum. Hann svimaði. Konan birt- ist á milli tjaldanna með bunka af þvotti í höndunum. Hún beygði sig niður og lagði hann á kistuna undir glugganum. Hún rétti sig upp aftur og leit á hann þar sem hann lá í hnipri í rúminu, hálfsat og hálf- lá, með höndina á kaffibollanum við hlið hans. Hann leit á hana á móti með annað augað opið og hitt lokað. Já, hugsaði hann með sér, það hlaut að vera stækur viskíþefur í herberginu. „Hvernig svafstu?" spurði hún blíðlega. „Jú!“ sagði hann, „í þetta sinn svaf ég eins og steinn." „Gott,“ sagði hún og kinkaði kolli. „Gott.“ Hún fór aftur út úr herberginu. Hann reyndi að safna kröftum til að fara fram úr. Eflaust var til nýbakað brauð í eldhúsinu. Auðvitað vissi hún allt, hugsaði hann, auðvitað. Þessar konur segja aldrei 84 á J&ayáiá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.