Jón á Bægisá - 01.04.1997, Page 120
Bill Holm er fæddur 1943 í Minneota í Minnesotaíylki í Bandaríkj-
unum. Hann stundaði háskólanám í Gustavus Adolpus College í St.
Peter’s í Minnesota og í Kansasháskóla þar sem hann varð Master of
Arts í enskum bókmenntum. Hann kenndi við Hampton Institute í
Virginíu og við South-West State University í Marshall í Minnesota.
Hann hlaut Fulbright-styrk til að kenna ensku við Háskóla íslands í
eitt ár og varði öðru ári til að kenna ensku við háskólann í Xian Jíatong
í Kína. Nú er hann sjálfstæður rithöfundur og býr í Minnesota. Með-
al ritverka hans má nefna Boxelder Bug Variations, Meditations in
Music and Poetry on a Theme og Music ofFailure, ritgerðir sem voru
endurprentaðar undir heitinu Prairie Days. - Langafi hans var Björn
Gíslason frá Vopnafirði, sem fluttist vestur um haf árið 1879. Afi
hans var Björn Hólm sem einnig fluttist frá íslandi vestur um haf.
Paul A. Sigurdson fæddist 1927 í borginni Morden í Manitoba og bjó
þar til dauðadags 1991. Hann starfaði lengst af sem kennari. Hann
dvaldist hér á landi eitt ár en foreldrar hans fæddust hér bæði. Hann
var á annan tug ára listrænn stjórnandi leikhúss í Morden sem kall-
ar sig Litla leikhópinn og samdi fjölda leikverka fyrir hópinn. Hann
ritstýrði ljóðlistarþætti ritsins The Icelandic Canadian og er vel
þekktur meðal íslenskra Kanadamanna fyrir þýðingar sínar. Ljóð,
sögur og ritgerðir eftir hann hafa birst í mörgum kanadískum og
bandarískum tímaritum.
William D. Valgardson (Bill Valgardson, f. 1939) óx úr grasi í Gimli í
Manitobafýlki. Hann stundaði nám við United College í Winnipeg og
síðan við Iowaháskóla í Iowa City þar sem hann varð Master of Fine
Arts. Hann hefur verið prófessor í ritlist við háskólann í Viktoríu í
Bresku Kólumbíu undanfarna tvo áratugi og kennt ýmsum helstu höf-
undum í Kanada. Hann hefur sent frá sér smásagnasöfnin Blood-
flowers (1973), Bed Dust (1978) og What Can’t Be Changed
Shouldn’t Be Mourned (1990); ljóðasöfnin In the Gutting Shed
(1976) og The Carpenter of Dreams (1986); skáldsögurnar Gentle
Sinners (1980) og The Girl With the Botticelli Face (1992), sem birt-
ist í íslenskri þýðingu Gunnars Gunnarssonar og Hildar Finnsdóttur
undir heitinu Stúlkan með Botticelli-andlitið (Ormstunga, 1995).
Árið 1994 sendi hann frá sér barnabókina Thor sem kom út í
íslenskri þýðingu Guðrúnar B. Guðsteinsdóttur (Ormstunga, 1996).
Thor var kjörin besta bók fýrir börn 4-7 ára í Kanada árið sem hún
kom út. Nýjasta bók Valgardsons, Sarah and the People of Sand
River, er einnig barnabók og kom út 1996. Gentle Sinners og nokkr-
ar af smásögunum hafa verið kvikmyndaðar af National Film Board
of Canada og Canadian Broadcasting Corporation (CBC). Verk hans
hafa verið þýdd á íslensku, norsku, ítölsku, rússnesku og úkraínsku.
118
á díðagöiá - TÍMARIT ÞÝÐENDA 1*1997