Jón á Bægisá - 01.10.2009, Page 17
ÞýSandi þjóðarinnar
um nýja uppröðun Völuspár og byggir hana á formi kvæðisins og leiðir
rök að því; það er vissulega textafræðileg aðferð sem ekki er nýuppfundin,
en hún er líka sígild, þannig hafa allir fornir textar verið búnir til fram
að þessu, nánast enginn þeirra er til í einni „hreinni“ útgáfu og allar þær
útgáfur sem við lesum á prenti eru einhvers konar textafræðileg niðurstaða
fræðimanna á textum sem oft eru aðeins til í handritum sem eru afrit-
uð mörgum öldum eftir fyrstu ritun þeirra. Nýjar tilgátur sem byggja á
fræðilegum grunni og bylta fyrri hugmyndum um samsetningu textabrota
hljóta að þurfa umræðu innan akademíunnar áður en hún samþykkir þær
eða hafnar þeim með rökum.
Sem þýðandi og túlkandi var Helgi einnig virkur þátttakandi í um-
ræðunni eins og við köllum það núorðið; ég hugsa að skrifa megi á hann
uppfinningu eða a.m.k. útbreiðslu hinna frægu rammagreina án myndar
í Morgunblaðinu, lengi sat hann nánast einn að þessu formi, en svo vildu
allir sem menn vildu teljast með mönnum fá að koma þannig fram líka,
vísast vegna þess móralska þunga sem fylgdi þessum stuttu athugasemdum
Helga. Oftast skrifaði Helgi um málrækt og efni henni tengd, um þýðing-
ar og ljóðlist, en alltaf eru þessir pistlar eftirtektarverðir, oft meinfyndnir
og markaðir skarpri hugsun um málefnið sem oft ögrar til ritdeilna. Enda
hafa margar greina hans einnig verið gefnar út á bók sem heldur er ekkert
sjálfsagt mál nema erindið sé brýnt og menn hafi yfir máli og stíl að ráða
sem gerir bækur eins og Skynsamlegorð ogskating og Molduxa skemmtilega
og spennandi lesningu.
0%^ - ö' — AF OG FRAj EG KANN EKKl NOKKURT ERLENT TUNGUMAL 15