Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 8

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 8
Lára Þórarinsdóttir og menningar þótt strax færi að bera á röddum er vildu sjá Helga þýða nýrri ljóð. Arið 1952 var einnig sett á svið fyrsta Shakespeare-leikritið í þýðingu Helga en það var Semyðurþóknast&sviði Þjóðleikhússins. Kveikjan að þeirri þýðingu var vinskapur Helga og Lárusar Pálssonar. Þessi þýðing, sem og aðrar þýðingar Helga á leikritum Shakespeares, hlaut einnig góða dóma og þótti honum takast einstaklega vel að halda í form Shakespeares. Einnig var ljóst að textinn var ávallt þýddur með það í huga að hann yrði fluttur á sviði. Þessi fyrsta þýðing varð til þess að bókaútgáfa Máls og menningar óskaði eftir fleiri þýðingum og gaf út sex bindi með leikritum Shakespeares í þýð- ingu Helga á árunum 1956 til 1975 undir merkjum Heimskringlu. Líklegt er að Shakespeare hafi átt hug hans allan á þessu tímabili því fleiri ljóðaþýð- ingar komu ekki út á bók á meðan hann bjó á Húsavík. Árið 1963 fluttist Helgi aftur til Reykjavíkur, en hann hafði hlotið leyfi fyrir lyfsölu í Hálogalandshverfi en nýtti það ekki og tók í stað stöðu lyfja- fræðings í Ingólfs Apóteki til ársins 1967. Það ár fékk hann kennarastöðu við Kennaraskóla Islands sem síðar varð Kennaraháskóli Islands og kenndi hann þar einkum efnafræði, en síðar meir einnig íslensku, allt til ársins 1981, en lét þá af störfum, sjötugur að aldri. Á þessum árum sem kennari gaf Helgi út fleiri ljóðasöfn, Kínversk Ijóðfrá liðnum öldum og Japönsk Ijóð frá liðnum öldum árin 1973 og 1976 og hlutu þau líkt og fyrri ljóðasöfnin ágætisdóma. Eftir að hann lét af störfum skrifaði Helgi mikið í dagblöð landsins og hélt uppi þarfri umræðu um íslenska tungu og þýðingar á ýmsum verkum. Hann forðaðist blaðaviðtöl í lengstu lög, enda taldi hann að eigin sögn „að ekkert slíkt komi viðfangsefni sem þessu við“. Tvö stórvirki bókmennta- sögunnar átti hann þó eftir að þýða. Grískir harmleikir komu út árið 1990 og Kóraninn, helgirit múslima kom þremur árum síðar. Almenna bóka- félagið hafði lýst yfir áhuga á að gefa út heildarþýðingar á leikritum Shake- speares og hófst útgáfa þeirra árið 1982. Þó fór svo að bókafélagið gat ekki staðið við skuldbindingar sínar og kom þá Mál og menning til sögunnar og lauk útgáfu bindanna átta árið 1991. Þar með lauk loks því verki er Helgi hóf á sjötta áratugnum. Ljóðaþýðingar voru Helga greinilega hugleiknar því af þremur síðustu bókunum sem komu út undir hans nafni var ein þeirra safn ljóðleikja, önnur var ljóðasafn og sú þriðja var útgáfa hans á Völuspá en fræðiritið Maddaman með kýrhausinn hafði komið út nærri hálfri öld áður þar sem Helgi útskýrir hví hann telji að nýrrar túlkunar sé þörf á Völuspá. Mad- daman var í raun endurútgefin árið 2002 og loks árið 2006 kom Völuspá út undir eigin nafni með undirtitlinum „í útgáfu Helga Hálfdanarsonar“. Þar er að finna stuttan inngang að textanum en bent á Maddömuna til frekari útskýringar. 6 á .jríœýr/-já — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.