Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 20

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 20
Ástráður Eysteinsson vísur hans eru óbirtar, sumar kannski glataðar, en öðrum hefur verið stolið og óprúttnir náungar birt þær undir sínu nafni — ekki síst Hrólfur Sveinsson, fermingarbróðir Helga.1 Þýtt að nýju Snemma á ferli sínum birti Helgi raunar frumort ljóð án formerkja gamanseminnar. Þótt þau ljóð standi vel fyrir sínu hefur Helgi ekki viljað halda þeim á loft. Þýðingarnar urðu tjáningarleið hans og þótt Helgi kunni stundum að hafa þýtt ljóð umbeðinn, þýðir hann fyrst og fremst af eigin lyst og list. Þýðingarnar eru einstaklingsbundin höf- undartjáning hans, en þær eru einnig samræðulist. Þá á ég ekki aðeins við að þýðing feli í sér samræðu við frumverkið, heldur er Helgi ger- samlega ófeiminn við að þýða það sem aðrir hafa þýtt áður — leggja þar sína rödd við, ef svo má segja, ekki til að betrumbæta heldur til að sýna hvernig flytja má mikilvæg verk á fleiri en einn hátt, rétt eins og píanó- leikari vill leika eða söngvari syngja sína útgáfu af þekktu tónverki, þótt til sé upptaka af snilldarflutningi annars manns. Þannig þýðir Helgi Pétur Gaut þótt þar sé Einar Benediktsson fýrir og Rúbajat þótt þýðing Magnúsar Asgeirssonar á Kajam og FitzGerald eigi sér trygga bólfestu í huga og munni margra. Já, Helgi gerir þetta jafnvel þegar óhjákvæmi- legt er að nýsköpun hans lendi í skugga annarrar þýðingar, eins og segja má um þýðingu hans á „Stille Nacht“ eftir Joseph Mohr frá 1816, texta sem manni finnst samrunninn hinu kunna lagi Franz Grubers. Undir því lagi hefur þýðing Sveinbjarnar Egilssonar orðið rótföst í íslenskri menningu og helgihaldi.2 Stille Nacht! Heilige Nacht! Alles schlaft; einsam wacht Nur das traute heilige Paar. Holder Knab im lockigten Haar, Schlafe in himmlischer Ruh! Heims um ból helg eru jól, signuð mær son Guðs ól, frelsun mannanna, frelsisins lind, frumglæði ljóssins, en gjörvöll mannkind meinvill í myrkrunum Iá. En við eigum fleiri gerðir af þessu kvæði og það er síst ástæða til að láta þýðingu Helga liggja í þagnargildi. Raunar er áhugavert að sjá hvernig 1 Hrólfúr Sveinsson; Ljóðmœli. Mikið magn aflimrum, Reykjavík: Mál og menning 1993. 2 Sbr. Árni Björsson: íjólaskapi, Reykjavík: Bjallan 1983, bls. 36. Sbr. Sveinbjörn Egilsson: Rit SveinbjarnarEgilssonar. Annað bindi. Ljóðmetli, ritstj. JónÁrnason ofl., Reykjavík: Einar Þórðarson 1856, bls. 7. 18 á- .fSœy/'já — Tímarit um i>ýðingar nr. 13 / 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.