Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 26

Jón á Bægisá - 01.10.2009, Blaðsíða 26
Ástráður Eysteinsson rímar á móti „hljótt“ en endurtekur jafnframt orðið „ró“ á enn áhrifaríkari hátt en „Ruhest“ gerir við „Ruh“ á þýskunni. Og orðið „rótt“ hefur þriðju tenginguna, þótt hún blasi ekki við augum. Helgi notar réttilega orðið „kvöldljóð" fyrir „Nachtlied“; ljóðið á sér stað við skóg eða í skógi um kvöld þegar kyrrð hefur færst yfir, líkt og öll náttúran sé að búa sig undir nóttina; það er enn ekki alveg komin nótt. Og mér hefur alltaf fundist það vera rímorð sem Helgi vinnur með í huga lesandans: hljótt - rótt — nótt. Þótt orðið „nótt“ birtist ekki í textanum má segja að kvæðið „andi“ því til okkar og það verður hluti af þeim mikla merkingarheimi sem þetta litla ljóð flytur með sér. Margir hafa orðið til að íjölyrða um þann heim í tímans rás. Ljóðið birtir manneskjuna, eða vitund einstaklingsins, and- spænis náttúrunni. Um leið og það boðar næturhvíld, flytur það tíðindi af hverfulleika lífsins og mannsins á vegferð hans. Síðast en ekki síst er þetta magnaður óður til fegurðarinnar. Þetta er ljóð um nátturufegurð, sem Helgi gerir hér öðrum þræði íslenska, með því að koma fuglinum fyrir í birkiskógi. Þetta vekur spurningar um annað orð sem ekki á sér með beinum hætti jafngildi í frumtextanum; sjálft inngangsorð ljóðsins: Tign. Kynni lesandans af þýðingum Helga útiloka að hér hafi hann fyrst og fremst fundið gott orð til að stuðla á móti „tindum“. Tign á sviði náttúrunnar og ekki síst fjallatign, tign yfir tindum, vísar á lykilhugtak í rómantískri skáld- skaparfræði og listheimspeki, hugtak sem tengir á milli birtingarmyndar hið ytra og þess sem gerist innra með áhorfandanum eða áheyrandanum. Þetta er hugtakið „súblím“ (e. ,,sublime“) sem erfitt hefur reynst að þýða með einu orði á íslensku og manni finnst eiginlega að til þess þurfi amk. tvö orð: hið háleita og hið ægifagra. Nú má vissulega segja að þetta ljóð, þrátt fyrir fjallamyndina, fjalli ekki um hina rómantísku ægifegurð, sem vissulega fannst oft í eða á fjöll- um hjá rómantísku skáldunum og tengist stundum hrikaleik og jafnvel nautnahrolli. I seinni tíð hefur hugtakið raunar verið í mikilli endurskoð- un og jafnvel verið smættað niður í samhengi nútímamenningar og látið ná til ýmissa smálegra hluta og nautna. Að einhverju leyti er þessi ljóða- þýðing Helga - sem er nútímaverk, unnið um miðbik 20. aldar — líka end- urskoðun.1 Ég hef ekki sagt að orðið tign sé beinlínis þýðing á „súblím“; ég sagði að tign vísaði til umrædds hugtaks og viðfangs þess — en orð Helga er jafnframt hluti ljóðs sem virðist birta milda mynd af náttúrunni: ró er lykilorð, sem fyrr segir. En er þetta lognið á undan storminum — eða 1 Rétt er að taka fram að Helgi, sem gjörþekkti skáidskap Jónasar Hallgrímssonar, vísar með upphafslínu sinni m.a. til línu Jónasar „Tign býr á tindum" í ljóðinu „Kveðja íslendinga til Alberts Thorvaldsens". 24 á .Á3r/y/'já — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Jón á Bægisá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.