Jón á Bægisá - 01.10.2009, Side 26
Ástráður Eysteinsson
rímar á móti „hljótt“ en endurtekur jafnframt orðið „ró“ á enn áhrifaríkari
hátt en „Ruhest“ gerir við „Ruh“ á þýskunni. Og orðið „rótt“ hefur þriðju
tenginguna, þótt hún blasi ekki við augum. Helgi notar réttilega orðið
„kvöldljóð" fyrir „Nachtlied“; ljóðið á sér stað við skóg eða í skógi um
kvöld þegar kyrrð hefur færst yfir, líkt og öll náttúran sé að búa sig undir
nóttina; það er enn ekki alveg komin nótt. Og mér hefur alltaf fundist það
vera rímorð sem Helgi vinnur með í huga lesandans: hljótt - rótt — nótt.
Þótt orðið „nótt“ birtist ekki í textanum má segja að kvæðið „andi“ því
til okkar og það verður hluti af þeim mikla merkingarheimi sem þetta
litla ljóð flytur með sér. Margir hafa orðið til að íjölyrða um þann heim
í tímans rás. Ljóðið birtir manneskjuna, eða vitund einstaklingsins, and-
spænis náttúrunni. Um leið og það boðar næturhvíld, flytur það tíðindi af
hverfulleika lífsins og mannsins á vegferð hans. Síðast en ekki síst er þetta
magnaður óður til fegurðarinnar. Þetta er ljóð um nátturufegurð, sem
Helgi gerir hér öðrum þræði íslenska, með því að koma fuglinum fyrir í
birkiskógi.
Þetta vekur spurningar um annað orð sem ekki á sér með beinum
hætti jafngildi í frumtextanum; sjálft inngangsorð ljóðsins: Tign. Kynni
lesandans af þýðingum Helga útiloka að hér hafi hann fyrst og fremst
fundið gott orð til að stuðla á móti „tindum“. Tign á sviði náttúrunnar og
ekki síst fjallatign, tign yfir tindum, vísar á lykilhugtak í rómantískri skáld-
skaparfræði og listheimspeki, hugtak sem tengir á milli birtingarmyndar
hið ytra og þess sem gerist innra með áhorfandanum eða áheyrandanum.
Þetta er hugtakið „súblím“ (e. ,,sublime“) sem erfitt hefur reynst að þýða
með einu orði á íslensku og manni finnst eiginlega að til þess þurfi amk.
tvö orð: hið háleita og hið ægifagra.
Nú má vissulega segja að þetta ljóð, þrátt fyrir fjallamyndina, fjalli
ekki um hina rómantísku ægifegurð, sem vissulega fannst oft í eða á fjöll-
um hjá rómantísku skáldunum og tengist stundum hrikaleik og jafnvel
nautnahrolli. I seinni tíð hefur hugtakið raunar verið í mikilli endurskoð-
un og jafnvel verið smættað niður í samhengi nútímamenningar og látið
ná til ýmissa smálegra hluta og nautna. Að einhverju leyti er þessi ljóða-
þýðing Helga - sem er nútímaverk, unnið um miðbik 20. aldar — líka end-
urskoðun.1 Ég hef ekki sagt að orðið tign sé beinlínis þýðing á „súblím“; ég
sagði að tign vísaði til umrædds hugtaks og viðfangs þess — en orð Helga
er jafnframt hluti ljóðs sem virðist birta milda mynd af náttúrunni: ró
er lykilorð, sem fyrr segir. En er þetta lognið á undan storminum — eða
1 Rétt er að taka fram að Helgi, sem gjörþekkti skáidskap Jónasar Hallgrímssonar, vísar með
upphafslínu sinni m.a. til línu Jónasar „Tign býr á tindum" í ljóðinu „Kveðja íslendinga til
Alberts Thorvaldsens".
24
á .Á3r/y/'já — Tímarit um þýðingar nr. 13 / 2009